Frį framkvęmdarstjóra

Frį framkvęmdastjóra

Samfélag á Íslandi er mjög lifandi og kvikt - fólk vant því að hlutunum sé bjargað fljótt og örugglega. Ýmislegt varðandi lása virðist ekki eins flókið og í raun og veru er og þá sérstaklega bíllyklar með sínar tölvurásir, lóðningar, örflögur að frátöldum fjarstýringakerfum - fjarstýringar og lyklar eru eiginlega litlar tölvur og því viðkvæmir fyrir hnjaski. 
 
Bílafloti landsmanna eldist og þá koma áður óþekktir slitfletir í ljós t.d. í kveikjulás eða lykli eða samangrónar læsingar í hurðum. Þetta á einnig við um læsingar í húsnæði fólks. Í eldri húsnæði ber að varast of mikið magn af lyklum í umferð og fá Neyðarþjónustuna til að skipta um eða breyta læsingunum upp á nýja lykla og halda skrá yfir aðganga. Sér í lagi sé mikið um leigjendur.
 
Starf lásasmiðs á Íslandi er oft fjölbreyttara en gengur og gerist erlendis þar sem markaðurinn er stærri og fyrirtæki geta sérhæft sig á þrengra svæði. Svo hvort heldur um aðgangsstýringar, lyklasmíði, öryggiskerfi, uppsetning á hurðapumpu eða viðgerð á læsingarbúnaði eftir innbrot sé að ræða þá búa lásasmiðir Neyðarþjónustunnar yfir breiðri þekkingu og sumir hverjir starfað í geiranum í hátt í tuttugu ár. Þeir eiga gott tengslanet úti í heimi og sækja ráðstefnur til að halda kunnáttunni við. 
 
 
Ekki hika við að hafa samband við starfsfólk Neyðarþjónustunnar til upplýsinga eða fyrir ráðgjöf hvort eð um er að ræða öryggismál heimilis eða fyrirtækis, aukalykla, öryggisskápa, bíllykla eða aðgangsstýringar. Við hlökkum til að heyra frá ykkur!
 
 
 
Sif Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Neyðarþjónustunnar ehf.