Fréttir

Síđsumarkvöld

Neyðarþjónustan skellti sér í myndatöku eitt síðsumarkvöld - hér til hliðar má sjá afraksturinn.

Símsvarinn bilađi

Afsökum óþægindin en símsvarinn fyrir lásaútköll bilaði um helgina, tengingin var ekki rétt og spilaði alltaf opnunarkveðju í stað þess að senda áfram. Verið er að vinna í að laga þetta en í millitíðinni má hringja í verslunina 510-8888 (ýta á 2) og við komum útköllunum áfram.

Breyttur opnunartími

Frá og með laugardeginum 2.september 2017 mun verslun okkar vera lokuð á laugardögum en lásabíllinn að sjálfssögðu á ferðinni áfram.

Nýr Caddy

1 af 4

Neyðarþjónustan kynnir nýjasta meðliminn, VW Caddy, sem mun sinna útköllum og leysa gamla Caddy af hólmi. Bílarnir fá líka nýtt útlit í kjölfar aðlögunar á merki félagsins 2016. Myndir má sjá hér til hliðar og Kolur var mjög spenntur yfir bílnum.

Gleđilega hátíđ

Neyðarþjónustan óskar viðskiptavinum og samstarfsaðilum sínum gleðilegrar hátíðar með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Nýjung fyrir atvinnubíla

Neyðarþjónustan selur og setur aukalæsingar í atvinnubíla. Mjög algengt erlendis. Notað af iðnaðarmönnum og öðrum sem geyma mikil verðmæti í bílunum sínum. Mikið notað erlendis af pípurum, rafvirkjum, smiðum, póstinum og svona mætti lengi telja. Myndir hér til hliðar af bílstjórahurð, afturhlera, rennihurð og farþegahurð. Einnig mynd af láshúsi. Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 510-8888 (ýta á 2 fyrir verslun) eða á las(hjá)las.is.

Veturinn og lćsingar

Það er að koma vetur og því fylgir að læsingar verða stífar. Notaðu tækifærið á meðan enn er frostlaust og smyrðu í allar læsingar og sílindra sem eru útivið, ekki sakar að sprauta smá í lamir líka -og bara allt sem hreyfist.
Ekki fólk og dýr samt!

Þegar frostið lætur svo sjá sig eiga óhjákvæmilega einhverjir eftir að læsa sig úti þegar farið er að skafa af bílnum. Ef þú átt ekki aukalykil og/eða lásinn á hurðinni virkar ekki - EKKI loka hurðinni á bílnum á meðan þú skefur af rúðum, það eru miklar líkur á því að hann læsist. Kuldinn veldur því að læsingarnar opnast ekki alla leið og hrökkva til baka þegar hurðinni er lokað.

Förum varlega í hálkunni og komum heil heim.

Lyklaskápar

Er ekki kominn tími til að geyma lyklana á öruggan hátt? Venjulegir lyklaskápar eru ekki til þess gerðir að þola innbrot, þeir eru eingöngu til að flokka og halda utanum lyklana. Hér er góð og ódýr lausn til að flokka og halda utanum þá áöruggan hátt.

Loksins nýtt í bođi fyrir Yaris og Avensis

Er orðið pirrandi hversu oft lykillinn er að brotna í Yaris eða Avensis? Þú getur valið að fá nýjan fjarstýringarlykil sem er mun sterkari og það besta - þú getur valið um útlit (sjá meðf. myndir). Sama á við um flestar aðrar gerðir bíla og hefur verið til lengi.

Heimsókn ađ utan

1 af 3

Síðustu daga höfum við haft góða vini NÞ í heimsókn, danska, þýska, norska og bandaríska lásasmiði sem hafa notið rigingatíðarinnar og ferska loftsins hér. Nokkrar myndir fylgja hér til hliðar.