Góš rįš

 • AukalyklarOpen or Close

  Hvort sem um ræðir húsnæði, farartæki eða öryggisskápa þá mælir Neyðarþjónustan eindregið með því að fólk eigi aukalykil. Bæði getur skapast mikið vandamál ef síðasti lykillinn týnist og einnig getur kostnaður aukist. Varðandi bíllykla þá er snjallt að eiga aukalykil (þess vegna án fjarstýringar) þar sem upplýsingarnar um heila lykilsins eru geymdar þar. Svona nokkurn vegin eins og að afrita harðan disk. Þá er alltaf ódýrara að framleiða nýjan lykil út frá aukalyklinum en ef allt er týnt. Lítið við í verslun okkur að Skútuvogi 11, RVK, beint á móti Blómavali og fáið ykkur aukalykil.

 • BķlarOpen or Close

  Bílar eru flestir með fjarlæsingar og því eru sílendrar ekkert notaðir og með tímanum gróa þeir fastir, þegar fjarstýring bilar svo eða verður rafmagnslaus þá er engin leið inn í bílinn. 

  Til að losna við þessi óþægindi er snjallt að smyrja alla sílendra einu sinni í mánuði og snúa þeim með lykli (það er óþarfi að sprauta í svissinn).

   

  Frosinn sílinder: Þegar sílendrar frjósa á veturna má sprauta ísvara inn í sílenderinn og hinkra í smá stund, sprauta svo olíu á eftir og opna svo. (ísvarinn eyðir olíunni sem fyrir er í sílendranum).

   

  Neyðarþjónustan mælir með Chain Lube til smurningar sílendra og læsinga.

   

  Gott ráð er að rúlla annarri hvorri rúðunni niður farþegameginn eða bílstjórameginn þegar farið er út úr bílnum og hann í gangi (t.d. til að skafa frost af rúðunum) því bílar í gangi eiga það til að læsa sér. Læstur bíll er ekki það sem fólk óskar sér á leið í vinnu eða annað.

   

  Lokaráðið er síðan að eiga aukalykil að bílnum því aukalykill kostar marfalt minna en nýr bíllykill þegar allir lyklar eru týndir. 

 • Breyting į svalahuršalęsingu IOpen or Close
  Hér er bśiš aš taka svalaskrįnna śr.
  Hér er bśiš aš taka svalaskrįnna śr.
  1 af 10

  Hér er sýnt hvernig hægt er að breyta algengri læsingu á svalahurð í læsingu með snerli og sílinder og innbrotajárni og lamalæsingu sem auka vörn. Einnig er hægt að kaupa húnasett með snerli að innan lykillæsingu að utan sem passar í gömlu svalahurðaskránna (þá þarf ekki að fræsa úr eins og hér, sjá punkt nr. II). Hér koma skref-fyrir-skref myndir.

 • Breyting į svalahuršalęsingu II - įn fręsingarOpen or Close
  Hér er nżja settiš komiš ķ - tekiš aš innan, lęsist meš snerli.
  Hér er nżja settiš komiš ķ - tekiš aš innan, lęsist meš snerli.
  1 af 3

  Þetta húnasett er til sölu hjá Neyðarþjónustunni fyrir þá sem vilja auka öryggi sitt á jarðhæð eða svölum. Ekki þarf að gera annað en taka gömlu læsinguna úr, húnana af og setja nýja settið í staðinn. Læsist með snerli að innan og lykli að utan og króklæsingar gömlu þriggja punkta skránnar virka enn þá.

 • HśsOpen or Close

  Þegar flutt er í nýtt húsnæði er algjört öryggisatriði að skipta um sílinder eða láta Neyðarþjónustuna breyta upp á nýjan lykil. Einnig ef um er að ræða gamla eign þar sem sílinder er orðinn mjög slitinn.

  Ef sílinder er úti er gott að smyrja hann með olíu á 1-2 mánaða fresti, þetta er mjög mikilvægt ef um er að ræða prófílsílender en á honum eru pinnarnir í sílendranum neðanverðum og safna því í sig óþrifnaði í andrúmsloftinu og lói úr vösunum.

  Neyðarþjónustan mælir með að láshúsin sjálf séu smurð 1-2 sinnum á ári, þetta er mjög mikilvægt ef um er að ræða 3-punkta skrár en þá skal smyrja í alla hreyfanlega hluti. Þriggja punkta skrár geta verið dýrar og mikilvægt að halda þeim vel við.

   

  HEIMILIN

  1. Eru mikil verðmæti á lausu á heimilinu ÁRÍÐANDI
  Öryggiskerfi og öryggisskápar í miklu úrvali, ekki láta ræna verðmætunum.

  2. Vantar lykla í hirslur, póstkassa eða eitthvað annað GOTT AÐ LAGA
  Komum á staðinn og finnum bestu lausnina, annað hvort með því að smíða lykla eða að skipta um læsinguna.

  3. Þarf að skipta um lása í póstkössum eða hurðum ÁRÍÐANDI
  Komum og skiptum um allar þær læsingar sem hugsast getur.

  4. Eru læsingar bilaðar GOTT AÐ LAGA
  Þið getið komið með bilaðar læsingar eða við komm og náum í þær og lögum.

   

 • InniskrįrOpen or Close

  Innanhússskrár eru í flestum íbúðum, lyklarnir í þær eru kallaðir skegglyklar eða pípulyklar. Þegar síðasti lykillinn týnist er best að skrifa niður nafn og númer á skránni (sést á kanti) og jafnvel taka mynd af skránni og koma með í verslun eða senda á las@las.is. Ef ekkert númer/nafn finnst er best að losa skránna úr hurðinni og mæta með hana í verslun þar sem skornir verða lyklar beint í skránna. 

 • LyklakerfiOpen or Close

  Til að varast fýluferð í verslun er gott að vera búinn að athuga hver sé með réttindi til að taka út lykla í lokuðu lyklakerfi. Stundum er það formaður húsfélags sem þarf að gefa leyfi. Þá nægir að koma með pappír þess efnis eða aðilinn sendi tölvupóst á kerfi@las.is áður en viðkomandi kemur í verslun og tilgreinir þar hver fær leyfi, hvaða lykil viðkomandi megi láta smíða og hversu mörg eintök. Þetta virðist allt vera flókið en er gert öryggisins vegna. Neyðarþjónustan lásasmiður mælir einnig með að breyta prókúruhafa í réttan aðila hafi eignin verið seld.

 • MyndböndOpen or Close
 • Óheimil innganga - plastOpen or Close

  Neyðarþjónustan hefur alllengi haft plast til sölu í verlsun og í lásabíl sem ætlað er til notkunar á eignum þar sem óheimil innganga er. Á bak við plastið, sem fest er fyrir aftan rósettu og hún, er límmiði með símanúmeri og texta sem segir: Lásasmiði er óheimilt að opna þessa hurð nema af gefnu sambandi við viðkomandi símanúmer.

 • PeningaskįparOpen or Close

  Hér að neðan eru nokkrir vel valdir punktar um peningaskápa:

   

  • Peningaskápa ber að umgangast af virðingu
  • Ein almenn regla fyrir peningaskápa: ef peningaskápur er farinn að haga sér öðruvísi en hann á að sér ekki loka honum. Kannið hver ástæðan er, leitið til okkar og spyrjið ráða
  • Ef skápurinn er með snúningsskífu - ekki þeyta henni til, það getur breytt tölunum og ekki verður hægt að opna skápinn á eðlilegan hátt.
  • Ef skápurinn er með lykillás - ekki beita afli við að snúa lyklinum, það á ekki að þurfa og getur bæði brotið lykilinn og eyðilagt lásinn. Gott er að eiga aukalykil
  • Ef skápurinn er með stafrænum lás - þegar sama númerið er notað ár eftir ár þá slitna þær tölur á lyklaborðinu og verða á endanum ónothæfar, ef svo er komið að einhver tala er leiðinleg í notkun þá er rétt að skipta um tölur á skápnum STRAX og nota þá tölur sem ekki voru í notkun áður.
  • Neyðarþjónustan lásasmiður á úrval nýrra öryggisskápa á lager einnig af og til notaða en notaðir peningaskápar hjá okkur eru yfirleitt af mjög góðum gæðum, annars væri ekki hægt að gefa þeim endurnýjun lífdaga.