Barn lćst í bíl

Barn lćst í bíl

Neyðarþjónustan lásasmiðir er stolt af að kynna verkefnið "bjarga barni úr læstum bíl" sem nú hefur verið í gangi síðan snemma árs 2014. Að gæta barna okkar er eðlilegasti hlutur í heimi og því er einstaklega ánægjulegt að geta notast við sérfræðikunnáttu okkar til að bjarga barni úr læstum bíl á sem skemmstum tíma - endurgjaldslaust. Þetta er leið okkar til sýna samfélagslega ábyrgð og veita neyðaraðstoð.

Árið 2014 björguðu starfsmenn Neyðarþjónustunnar fjölmörgum börnum úr læstum bíl og enn fleiri 2015. Í flestum tilfellum læsti bíllinn sér sjálfur, jafnvel meðan hann var í gangi. Gott ráð að skrúfa alltaf niður rúðu ef ætlunin er að hlaupa úr bílnum meðan hann er í gangi. Lásasmiður Neyðarþjónustunnar veitir góð ráð í síma 800-6666.