Breytingar á lćsingum

Endurvinnsla

Neyðarþjónustan breytir sílindrum upp á nýja lykla enda oft hagkvæmara en að kaupa nýjar læsingar svo framarlegar sem læsingin er ekki mjög slitin. Sumum hugnast vel að nota gömlu lásana áfram og láta NÞ breyta þeim (endurnota sílindra, nota aftur). Best er að skrúfa sílindrana úr og koma með þá í verslun okkar ásamt flestum lyklunum. Hér á síðunni undir flipanum "Góð ráð" má sjá hvernig hægt er að skrúfa ávalan sílinder úr hurð. Annars veita lásasmiðir Neyðarþjónustunnar alltaf ráðgjöf í síma ef þið eigið í basli með að losa.