Fasteigna - og leigufélög

Öryggi fyrirtćkja

Ár hvert eru framin fjölmörg innbrot í fyrirtæki. Fleiri og fleiri fyrirtæki eiga mikið og dýran tölvubúnað sem vekur athygli innbrotsþjófa. Því er lásinn afgerandi. Víða í kringum okkur t.d. á Norðurlöndunum eru gerðar kröfur til fyrirtækja um vissa tegund af öryggislásum. Hjá Neyðarþjónustunni er hátt í 30 ára reynsla af innbrotstjónum (bæði glertjónum og lásum) og veitum við af ánægju ráðgjöf í þeim efnum.

Neyðarþjónustan býður fyrirtækjum, fasteigna- og leigufélögum ráðgjöf á sviði almenns öryggis, ráðgjöf um lyklakerfi, hurðapumpur, aðgangsstýringar, lyklalaust aðgengi ofl. Aðgangsstýringar og sjálfvirk lásakerfi geta veitt notendum aukin þægindi og upplifunin verður fagleg og auðvelt að stýra aðgangi bæði notenda og gesta.

 

Ekki hika við að hafa samband til að athuga hvað kjör Neyðarþjónustan lásasmiður getur boðið þínu fyrirtæki hvort sem er í vörum eða þjónustu.