Húsfélög

Lyklakerfi

Öll fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir ættu alltaf að hafa gott lyklakerfi í sínu húsnæði. Það er oft nauðsynlegt að umsjónarmaður viti nákvæmlega hver er með hvaða lykil og viti fyrir víst að lykilhafi getir ekki látið gera afrit af sínum lykli. Hægt er að framleiða hvert lyklakerfi eins og kaupandinn óskar eftir hverju sinni. Lítið dæmi um aðgengi gæti verið t.d. A, B, C og D lyklar:

 

 
"A" masterlykill, passar að öllum
"B" er að útihurð og söludeild
"C" er að útihurð, lager og hengilásum á plani
"D" er fyrir ræstingu, útihurð, söludeild og kaffistofu

 

Þetta er einungis smá brot af þeim möguleikum sem hægt er að gera. Við getum smíðað sama lykilinn fyrir mismunandi sílendra, ávala, euro og t.d. hengilása. Allt eftir þörfum hvers og eins.

Það er einnig hægt að framleiða lyklakerfi fyrir fjölbýlishús sem eru "opin" og eru lyklar þá framleiddir gegn framvísun lykils og ekki er þörf á sérstakri beiðni. Algengast er að hver íbúi komist inn í sína íbúð + sameignahurðir, ekkert annað.

Árið 2012 keypti Neyðarþjónustan kerfislykladeild Husasmiðjunnar og þjónustar nú um 6000 kerfi víðs vegar um landið.

 

Hér að neðan gefst stjórnarmönnum innan húsfélaga að kynna sér hvað er í boði, sérstaklega sniðið að húsfélögum og íbúum þeirra, ásamt öðru sem vert er að huga að. Ekki hika við að senda fyrirspurn hér á síðunni eða á kerfi@las.is.

 

YSTU DYR

1. Er láshúsið í lagi ÁRÍÐANDI
Við komum á staðinn og förum yfir lásbúnað hússins og lögum það sem þarf, algengt er að láshús eru slitin og jafnvel búið að fjarlægja öryggisbúnað úr þeim, einnig er algengt á eldri hurðum að bilið milli stafs og hurðar er of mikið, þar er hægt að setja hlífðarplötu yfir.

2. Skellist hurðin óþarflega fast, eða alls ekki ÞARF AÐ LAGA
Við stillum hurðarpumpurnar eða skiptum þeim út ef þurfa þykir.

3. Eru sílendrar slitnir eða óþarflega margir lyklar í umferð ÁRÍÐANDI
Við skiptum um sílendra ef þeir eru orðnir slitnir, í þessum tilfellum er bæði hægt að fá sílendra fyrir sama lykil og fyrir er í húsfélaginu eða að skipta um allan hringinn fyrir einn lykil.

4. Er raflás í dyrasíma passandi við láshúsið í hurðinni ÁRÍÐANDI
Mjög algengt er að láshús og raflásbúnaður í hurðum sem nota dyrasíma passa ekki saman og hefur því verið breytt með því að fjarlægja öryggispinna og hurðin því ávalt "opin".

5. Stendur sílender meira en 2mm út úr sílenderhringnum ÁRÍÐANDI
Ef sílender stendur meira en 2mm út úr sílenderhringnum er lítið mál að komast inn án nokkurs hávaða. Oft er hægt að skipta um hring, í öðrum tilfellum gæti þurft að setja styttri sílender í hurðina.

GÓÐ LAUSN

1. Er sameignin eða íbúð og geymsla með ósamstæða sílendra GOTT AÐ LAGA
Við getum smíðað höfuðlyklakerfi í hvort heldur sem er allt húsið eða aðeins þann hluta sem snýr að sameign, höfuðlyklakerfi er hægt að sníða algjörlega að ykkar þörfum, að auki er höfuðlyklakerfi vörn gegn því að hver sem er geti látið fjölfalda lykla að húsnæðinu, annar kostur er að geta notað aðeins einn lykil fyrir allar hurðir í húsinu sem hver og einn á að hafa aðgang að, þar með talið íbúðin.

2. Er mikið um að lyklar að sameign týnist eða þeim stolið GOTT AÐ LAGA
Við bjóðum upp á fjarstýringar fyrir þær hurðir sem hafa dyrasíma (viðgetum líka sett raflás í hurðir), kosturinn er sá að hægt er að hlaupa inn í vondum veðrum en þurfa ekki að standa úti – finna lykilinn og opna, annar kostur er sá að ef fjarstýringu er stolið eða týnist þá er henni bara eytt úr kerfinu og ný sett inn, engin þörf á að skipta um sílender ásamt fjöldann allan af lyklum.

3. Viltu losna alveg við að þurfa að nota lykil ÞÆGINDI
Við bjóðum einnig upp á talnalás til sömu nota og fjarstýringar kerfið, takkaborðið þolir öll veður og er aðeins ódýrari kostur en fjarstýringarnar. Einnig hægt að fara út í lyklalausan aðgang með aðgangsstýrikerfum frá Neyðarþjónustunni.