Lyklasmíđi

Lyklasmíđi

1 af 4

Neyðarþjónustan smíðar nánast alla lykla, hvort sem er bíllyklar, húslyklar, kerfislyklar, töskulykla, hjólalásalykla, pípulykla, skegglykla, stjörnulykla, tubular lykla, abloy lykla, flata lykla, lykla að mótorhjólum, húsbílum, farangursboxum, bogafestingum, póstkössum, hirslum, öryggisskápum ofl. ofl. Einnig þó svo allir lyklar séu týndir en þá er smíðað eftir skránni eða númeri. Eigum einn fjölbreyttasta lyklalager landsins svo lítið til okkar og sjáið hvort ekki sé hægt að aðstoða ykkur. 

Ef um lyklakerfi er að ræða getum við einnig aðstoðað Neyðarþjónustan hefur umsjón yfir fleiri þúsund kerfi. Talað er um að gott sé að skipta lyklakerfi út (breyta því) á 15 ára fresti - öryggisins vegna. Hér er hlekkur á upplýsingar um lyklakerfi: http://las.neyd.is/vorur/lyklakerfi/ en gott er að vita hver megi kaupa nýja lykla og hvort þurfu leyfi frá formanni húsfélags eða öðrum áður en lagt er af stað - svo ekki þurfi að fara fýluferð.

 

Lítið við í verslun okkar Skútuvogi 11 eða hringið ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi lyklasmíði 510-8888 (ýta á 2). Einnig má senda okkur fyrirspurn á póstfangið las(hja)las.is