Verktakar

Ţjónusta viđ verktaka

Neyðarþjónustan býður verktökum upp á sérsamninga og alhliða lausn lásamála nýbygginga eða endurnýjun húsa, allt frá ráðleggingum á vali læsinga til uppsetningu þeirra og þjónustusamninga. Gott er að setjast niður með verktaka og skoða teikningu af byggingunni til að auðvelda yfirsýn yfir búnað sem óskað er eftir, sjá t.d. fjölda hurða. Einnig nauðsynlegt að hanna kerfið með þarfir notenda í huga. Síðan útbýr Neyðarþjónustan tilboð með yfirliti um búnað: láshús, sílendra, pumpur, aðgangs- eða öryggiskerfi í byggingunni.

 

Nokkuð algengt er að stafjárn í hurðakarmi passi ekki við tegund láshúss, jafnvel í nýbyggingum. Aðallega vandamál með raflásajárnin sem passa illa við ASSA láshús. Hurðin er þar með óvarin að mestu og er Neyðarþjónustan mikið að aðstoða fólk og fyrirtæki í þeim efnum. Hægt er að skipta EFF járnunum (sem passa ekki) og setja rétt járn (slúttjárn) sem passa fyrir láshúsin.  

 

Ekki hika við að setja ykkur í samband við okkur á las@las.is og fá tilboð í verk eða almenn viðskipti.

 

Ráðgjöf á sviði:

 

  • Mekkanískra lása og lyklakerfis
  • Aðgangsstýringa og hugbúnaðs fyrir kortaforritun
  • Hurðahúna, sílindra og skráa
  • Hurðapumpa
  • Öryggiskerfa
  • Þjónustusamninga