Bíllyklar

Viđ smíđum bíllykla

Það getur verið býsna kostnaðarsamt að týna síðasta bíllyklinum, við erum þó vel í stakk búin til að gera nýja lykla í langflestar gerðir bíla. Nær allir bílar frá árinu 1995 eru búnir ræsivörn, í lykilhausnum er lítil örflaga sem forrita þarf við tölvu bílsins til þess að hann fari í gang, þetta hefur ekkert með fjarlæsingar að gera. Neyðarþjónustan getur einnig aðstoðað ef lyklaljós blikkar í mælaborðinu.
 
 
 
Misjafnt er eftir tegundum hvað gera þarf til þess að koma bílnum í gang en oftast dugar að tengja hann við tölvu til þess að para saman nýja lykilinn og bílinn í öðrum tilfellum þarf að koma bílnum til okkar svo við getum tekið tölvuna úr bílnum og handmatað upplýsingarnar úr lyklinum í tölvuna, í þeim tilfellum er þetta eitthvað dýrara.
 
Þetta byrjar þó alltaf á því að þú hringir í 510-8888 / verlsun, þegar við höfum fengið þær upplýsingar sem við þurfum þá getum við betur svarað því hvað þetta muni kosta.

Nánar

Lykilskeljar

Neyðarþjónustan á mikið úrval lykilskelja. Mjög algengt er að lyklar brotni og þá getur verið að hægt sé að skipta um lykilskel sem ódýra, tímabundna lausn. Í sumum tilfellum er það ekki hægt, t.d. ef örflagan er brotin og þá verður að kaupa nýjan lykil. Neyðarþjónustan mælir þó eindregið með að fólk kaupi nýja lykla sem varanlegri lausn en lykilskeljar. Við mælum gegn því að hafa mikið af lyklum með bíllyklinum á kippu. Lítið við í verslun okkar Skútuvogi 11 eða hringið í síma 510-8888 (ýta á 2) ef þið viljið fræðast betur um málið.

Bílar algeng vandamál

1. Týndir lyklar eða bara einn til MJÖG ÁRÍÐANDI
Við getum smíðað og forritað lykla í flestar gerðir bíla, hvort sem lykill er til eða ekki. Það getur verið MJÖG dýrt að týna síðasta lyklinum og getur kostnaðurinn verið mikill. Oft er hægt að gera við gamlar fjarstýringar/bíllykla og yfirleitt alltaf hægt að búa til nýjan lykil. Neyðarþjónustan getur einnig komið á staðinn svo viðkomandi þurfi ekki að láta draga bílinn.

2. Bilaður sílender ÁRÍÐANDI
Algengt er að á bílum með fjarstýrðri opnun þá festast sílendrarnir í bílnum, þetta getur orðið afar hvimleitt og í versta falli hættulegt. Hægt er að skilja bílinn eftir hjá okkur að morgni og náð í hann sama dag með sílendrana í lagi.

3. Bilaður sviss MJÖG ÁRÍÐANDI
Oft sjáum við bíllykla á lyklakippu með fjöldanum öllum af öðrum lyklum, þetta hefur mjög slæm áhrif á svissin þar sem kippan sveiflast til og frá og slítur svissinn og skemmir lykilinn að auki. Ef svissinn hegðar sér öðruvísi en eðlilegt gæti talist þá MARG-BORGAR það sig að kíkja með bílinn til okkar – ÁÐUR en svissinn festist alveg.

4. Læstur bíll NAUÐSYNLEGT
Algengt er á veturna að bílarnir læsa sér "sjálfir" – við opnum alla virka daga frá kl. 08-20 og helgar kl. 08-18.

 

Ađ velja okkur

Neyðarþjónustan býr yfir víðtækri þekkingu á bíllyklum, læsingum og kveikjulásum. Sum umboð þurfa að panta lykil að utan sem getur tekið lengri tíma - allt upp í tvær vikur. Kostir þess að velja okkur:

 

 • Leysum verkið yfirleitt samdægurs
 • Getum náð í ræsivarnanúmer (PIN kóða) úr flestum bílunum
 • Getum í flestum tilfellum komið til þín með tölvubúnað til að forrita lykil í bílinn
 • Eigum mikið úrval bíllykla (aftermarket og original) og fjarstýringa á lager
 • Týndum lyklum bjargað samdægurs í flestum tilvikum
 • Reynum að vera sem hagstæðust í verði.
 • Svo hvort sem um er að ræða smartlykla, proximity lykla, lyklaspjöld, flip lykla, vélræna lykla, lykla með örflögum er um að gera að hafa samband.

 

Neyðarþjónustan kappkostar að auki við að vera með nýjustu vélarnar á markaðnum. Við erum staðsett í Skútuvogi 11 og síminn í verslun er 510-8888 (ýta á 2).

 

Tegundir bíla sem viđ vinnum međ

http://www.download-hd-wallpapers.com/brands-and-logos/car-brand-logos-and-names-2/
http://www.download-hd-wallpapers.com/brands-and-logos/car-brand-logos-and-names-2/

Tegundirnar eru margar sem við vinnum með og innan hverrar bíltegundar geta verið mismunandi útfærslur. Einnig öll mótorhjól og allar vinnuvélar. Sem dæmi má nefna:

 

 • Alfa Romeo
 • Audi
 • BMW
 • Buick
 • Citroen

Nánar