Lyklakerfi

Lyklakerfi

Öll fyrirtæki, einstaklingar, húsfélög og stofnanir ættu alltaf að hafa gott lyklakerfi í sínu húsnæði. Gott er að láta líta yfir kerfið eftir 15 ár, sjá hvort þurfi að skipta einhverju út eða breyta - öryggisins vegna og einnig vegna slits. Það er alltaf nauðsynlegt að umsjónarmaður viti nákvæmlega hver er með hvaða lykil og viti fyrir víst að lykilhafi geti ekki látið gera afrit af sínum lykli. Hægt er að framleiða hvert lyklakerfi eins og kaupandinn óskar eftir hverju sinni.

Lítið dæmi um aðgengi gæti verið t.d. A, B, C og D lyklar. "A" masterlykill, passar að öllum. "B" er að útihurð og söludeild. "C" er að útihurð, lager og hengilásum á plani. "D" er fyrir ræstingu, útihurð, söludeild og kaffistofu. Þetta er einungis smá brot af þeim möguleikum sem hægt er að gera. Við getum smíðað sama lykilinn fyrir mismunandi sílendra, ávala, euro og t.d. hengilása. Allt eftir þörfum hvers og eins.

Einnig er hægt að framleiða lyklakerfi fyrir fjölbýlishús sem eru "opin" og eru lyklar framleiddir gegn framvísun lykils og ekki er þörf á sérstakri beiðni. Algengast er að hver íbúi komist inn í sína íbúð + sameignahurðir, ekkert annað.

Þekking okkar, víðtæk reynsla og þjónusta af stórum og smáum lyklakerfum er það sem skilur Neyðarþjónustuna frá öðrum lásasmiðum. Við teljum okkur vera með bestu framleiðsluna, uppsetninguna og þjónustuna við lyklakerfin. Við framleiðum lyklakerfi í t.d. ASSA og Kaba kerfisefni sem við teljum vera bestu vörurnar á markaðnum í dag miðað við verð og gæði.

Neyðarþjónustan kemur á staðinn ef óskað er og hjálpum til við útfyllingu kerfisskemans, þér að kostnaðarlausu (á höfuðborgarsvæðinu). Ef þú ert á landsbyggðinni getum við aðstoðað við gerð skemans í gegn um síma og tölvupóst. Hægt er að nálgast skemann hér til hliðar, eina sem þarf er að fylla hann út og senda hann síðan á kerfi@las.is og við sendum til baka kostnaðaráætlun. Við mælum eindregið með því að fá aðstoð eða ráðgjöf við útfyllingu skemans fyrir öll stærri kerfi, við sérhæfum okkur í þessu svo hikið ekki við að spyrja. Engin lyklakerfi eru of lítil og engin of stór. Neyðarþjónustan er með 28 ára reynslu í lyklakerfum og þjónustar rúmlega 6000 lyklakerfi víðs vegar um landið. Páll Rafnsson hefur þjónustað lyklakerfi í fjölda ára, hann var áður hjá lyklakerfisdeild Húsasmiðjunnar en Neyðarþjónustan tók hana yfir árið 2012.