Lyklakippur

Lyklakippur

Oft þarf að hengja nokkra lykla saman á lyklakippuhring, stundum þarf að merkja kippuna eða stakan lykil og það getur verið skemmtilegt að hafa fallega lyklakippu á hringnum. Hverjar sem þínar þarfir eru þá eigum við örugglega eitthvað handa þér.

Hringir, lítil og stór spjöld, tegundamerktar bílakippur, ýmislegt sniðugt fyrir börnin og margt fleira. Einnig erum við með úrval af lyklakippum fyrir fyrirtæki sem þurfa merkja hverja kippu (plastspjöld).

Neyðarþjónustan býður einnig til sölu sterkar lyklakippur úr koltrefjum, eins konar lyklaskipuleggjara, frá CarboCage. Stórsniðug lausn fyrir þá sem eru með marga húslykla á kippunni. Fellur vel í hendi, passar vel í vasann og lyklarnir gera síður gat á vasa.