Öryggiskerfi

Öryggisskerfi frá Blaupunkt

Neyðarþjónustan selur mjög þægileg öryggiskerfi frá Blaupunkt, fyrir snjallsíma, sem eru auðveld í uppsetningu og viðhaldi. Hægt er að kaupa mikið úrval auka skynjara og bæta við kerfið, t.d. setja á öll opnanleg fög í húsinu. Hægt er að fá gæludýravæna skynjara. Kerfið býður einnig upp á vatnsskynjara og fjarstýringar. Svona öryggiskerfi er fljótt að borga sig upp. Kerfið er bæði fyrir iPhone og Android og hringir í þig (uppgefið símanúmer) þegar það fer í gang.

Vatnsskynjari

Fyrir Blaupunkt öryggiskerfi: Vatnsskynjara er gott að hafa inni á baðherbergi og í þvottahúsinu. Þeir liggja lausir á gólfinu eða hengdir neðarlega á vegg.

Hreyfiskynjari

Fyrir Blaupunkt öryggiskerfi: Snjallt er að setja hreyfiskynjara á öll opnanleg fög og hurðar. Hægt er að stilla þá þannig að þeir pípi þegar hurð er opnuð/lokast sem er sniðugt þegar börnin fara sjálf að geta opnað útidyrnar.

Stjórnstöđ

Fyrir Blaupunkt öryggiskerfi: Stjórnstöðin er nett og auðveld í notkun. Kerfið er sett á með því að ýta á læstan hengilás og tekið af með því að slá inn kóða og ýta á hakið. Stjórnstöðina er best að tengja við rafmagn beint í innstungu á vegg en einnig er rafhlaða ef rafmagnið fer af.