Takkalásar

Lyklalaust ađgengi

Yale Doorman takkalás og handfang auđvelt í uppsetningu
Yale Doorman takkalás og handfang auđvelt í uppsetningu
1 af 2

Neyðarþjónustan lásasmiður býður upp á ýmsar lausnir fyrir lyklalaust aðgengi. Aðgangsstýrikerfi má finna hér sem eru mjög hentug ef um margar hurðir er að ræða, en einnig í boð lausn eins og þessar frá Yale eða Burg Wachter. Lyklalaust aðgengi (takkalás) hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarið og margir sem velja þá lausn fram yfir lykla. Einstaklega þægilegt fyrir hina ýmsu aðila sem gætu þurft að líta eftir heimili þínu, afi og amma, heimilishjálp og fleiri. Auðvelt er að skipta um númer.

Burg Wachter

Hér er um að ræða þýska gæðavörur sem notast við fingrafaraskanna og takkalás til að opna húsnæðið. Vinsælt í Evrópu og einfalt í notkun.

Þessi vara er á lager í tveimur útfærslum:
TSE Home sem er takkaborð og sílinder, má bara vera innandyra.
TSE Business sem er takkaborð og sílinder auk þess að bjóða upp á fjarstýringu, þessi búnaður má vera utandyra.

Þar sem þessi vara er aðeins til sem prófílsílinder þá eigum við til láshús sem breyta hurðinni þinni frá því að vera fyrir venjulegan ával sílinder í það að geta tekið við þessum, engar breytingar á hurð nauðsynlegar.

Yale Doorman

Einstaklega falleg lausn fyrir skandinavískar hurðar, ekki þarf að fræsa úr hurð fyrir þessum takkalás frá Yale. Hann gefur frá sér ljós og hljóðmerki þegar rafhlöðurnar eiga lítið eftir. Auðvelt er að skipta um kóða. Hér er notendahandbók fyrir Yale Doorman og hér er uppsetningarbæklingurinn. Hægt er að panta uppsetningju hjá Neyðarþjónustunni og fá ráðgjöf í síma eða í verslun 510-8888 ýta á 2.