Ýmsar vörur

Snjallar lyklakippur

1 af 4

Lyklakippur sem koma á óvart, akkúrat þegar þú þarft á að halda: búin að týna lyklunum. Bara að ýta á takka og hlusta eftir hljóðinu. Ekkert klapp, blístur eða annað sem lætur mann líta kjánalega út á bílastæðaplaninu þegar verið er að leita að lyklunum. Kortið passar í veskið og lyklakippan fer á lyklana - en ekki hvað. Fæst sem kort fyrir 3 lyklakippur eða fjarstýring með haldara/fæti fyrir 4 lyklakippur.

NÝ GERÐ:

Bluetooth lyklakippa, þú stillir saman símann og kippuna og festir svo kippuna við lyklana, eða hvað annað sem þú vilt ekki týna og þessi snilld virkar í báðar áttir, þegar síminn fjarlægist kippuna (20-40m eftir skilyrðum) byrja bæði að pípa, nú á ekki að vera hægt að týna lyklunum sínum lengur.

Einnig hægt að stilla inn á "heimasvæði" þar sem þú velur það þráðlausa net sem síminn tengist við, heima eða í vinnu, þá færðu frið fyrir tilkynningum á meðan síminn er tengdur við það net.

Myndavélakerfi

QRT-301 Wi-Fi myndavél sem ţú getur stjórnađ hvađan sem er.
QRT-301 Wi-Fi myndavél sem ţú getur stjórnađ hvađan sem er.
1 af 2

Myndavélakerfi frá K Guard Security fyrir heimili og fyrirtæki - hentugt og hægt að fylgjast með í snjalltækjum hvaðan sem er, auðvelt viðmót. Býður upp á upptöku. Fæst sem stök myndavél eða 4 vélar,allt eftir hver þörfin er. Neyðarþjónustan veitir ráðgjöf í verslun.

 

Starttćki međ meiru

Þetta tæki höfum verið með í tveimur bíla okkar til prufu í yfir heilt ár, þetta bara virkar og virkar. Ótrúlega hentugt tæki á góðu verði til að að gefa bílnum start, hlaða með ofl. ofl.

Vefmyndavél 720P

1 af 3

Með þessari vefmyndavél er hægt að streyma hágæða myndböndum frá heimili þínu beint í snjallsíma og spjaldtölvu, borðtölva er óþörf. Með vefmyndavélinni má fylgjast með gæludýrum, börnum sínum að leik eða eldri foreldrum hvar sem er - hvernær sem er.

Sólarljós

Ljós með hreyfiskynjara, sólarhleðslu og, fyrir okkur sem fáum ekki mikla sól, snúningshleðslu. Hentar vel á svalirnar þegar þú vilt grilla í skammdeginu, við bakdyrnar svo allir sjái þegar einhver kemur að þeim og svo í allt hitt sem þér dettur í hug.