Ýmsar vörur

Snjallar lyklakippur

1 af 4

Láttu lyklakippuna koma þér til bjargar þegar þú ert í vandræðum. Týndirðu lyklinum? Þá er bara að ýta á einn takka og hlusta eftir hljóðinu. Ekkert klapp, blístur eða önnur tilþrif nauðsynleg á bílaplaninu þegar leitað er að lyklinum, og þú sleppur við að líta út eins og kjáni. Um er að ræða kort sem passar í veskið og lyklakippu sem fer á lyklana - en ekki hvað. Fæst sem kort fyrir 3 lyklakippur eða fjarstýring með haldara/fæti fyrir 4 lyklakippur.

 

Ný tegund:

Bluetooth lyklakippa. Þú stillir saman símann og kippuna og festir svo kippuna við lyklana, eða þann smáhlut sem þú vilt ekki týna. Þessi snilld virkar í báðar áttir. Þegar síminn fjarlægist kippuna (20-40 m eftir skilyrðum) byrjar bæði að pípa. Með þessa græju að vopni geturðu ekki týnt bíllyklinum þínum.

Einnig er hægt að stilla inn á "heimasvæði" þar sem þú velur það þráðlausa net sem síminn tengist við, heima eða í vinnu, þá færðu frið fyrir tilkynningum á meðan síminn er tengdur við það net.Sólarljós

Ljós með hreyfiskynjara, með sólarhleðslu og snúningshleðslu, fyrir okkur sem fáum ekki mikla sól. Hentar vel á svalirnar þegar grillað er í skammdeginu, við bakdyrnar svo allir sjái þegar einhver kemur að þeim og í allt hitt sem þér dettur í hug.