Frá framkvæmdarstjóra

Frá framkvæmdastjóra

Samfélag á Íslandi er mjög lifandi og kvikt - fólk er vant því að vandamál séu leyst fljótt og örugglega. Ýmislegt varðandi lása virðist í fyrstu ekki eins flókið og það er í raun og veru. Sérstaklega þegar kemur að bíllyklum með sínar tölvurásir, lóðningar og örflögur að frátöldum fjarstýringakerfum. Ffjarstýringar og lyklar eru eiginlega litlar tölvur og því viðkvæmir fyrir hnjaski.

 

Þegar bílafloti landsmanna eldist koma áður óþekktir slitfletir í ljós t.d. í kveikjulás eða lykli eða samgrónar læsingar í hurðum. Þetta á einnig við um læsingar í húsnæði fólks. Í eldra húsnæði ber að varast af hafa of marga lykla í umferð. Þá er gott að fá Neyðarþjónustuna til að skipta um eða breyta læsingunum upp á nýja lykla og halda skrá yfir þá sem hafa aðgang, sér í lagi ef húsnæðið er í útleigu.

 

Starf lásasmiðs á Íslandi er oft fjölbreyttara en gengur og gerist erlendis vegna smæðar markaðarins. Erlendis, þar sem markaðurinn er stærri, geta fyrirtæki sérhæft sig á þrengra svæði.

 

Hvort sem um er að ræða aðgangsstýringar, lyklasmíði, öryggiskerfi, uppsetningar á hurðapumpum eða viðgerðir á læsingarbúnaði eftir innbrot, búa lásasmiðir Neyðarþjónustunnar yfir yfirgripsmikilli þekkingu og sumir hverjir hafa starfað í geiranum í hátt í tuttugu ár. Þeir eiga gott tengslanet úti í heimi og sækja ráðstefnur til að halda kunnáttunni við.

 

Einnig má nefna verkefnið okkar "Barn í bíl" sem snýr að ókeypis lásaopnun bíla þegar börn eru læst inni í bíl sem hefur verið í gangi síðan snemma árs 2014. Vill Neyðarþjónustan með þessu skila til baka til samfélagsins, sýna samfélagslega ábyrgð og hefur aðstoðað fjölmargar fjölskyldur síðan verkefnið hófst. 

 

Ekki hika við að hafa samband við starfsfólk Neyðarþjónustunnar til að fá upplýsingar eða ráðgjöf, hvort sem um er að ræða öryggismál heimilis eða fyrirtækis, aukalykla, öryggisskápa, bíllykla eða aðgangsstýringar. Við hlökkum til að heyra frá ykkur!

   •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý