Fréttir

Lásaopnanir breytast

Þann 1.mars 2019 breytist opnunartími lásaopnana hjá fyrirtækinu og verður þjónustan í boði virka daga milli kl 8 og 19, hringt er í 510-8888 ýta á 1. Hlökkum til að eiga viðskipti við ykkur.

Maserati

1 af 3

Það er alltaf gaman af öðruvísi verkefnum, t.d. fékk Neyðarþjónustan það verkefni að smíða lykil í þennan forláta Maserati sem kom til okkar lyklalaus. Að sjálfssögðu björguðum við því! Hringdu í 510-8888 og ýttu á 3 til að heyra hvort við getum ekki aðstoðað þig líka!

Erum flutt

Þá rann dagurinn upp - Neyðarþjónustan er flutt í Kópavog, Skemmuveg 4 (fyrir neðan BYKO) - bíllyklar, fjarstýringar, húslyklar, lyklabox, öryggisskápar og auðvitað áfarm útkallsþjónusta ef þið eruð læst úti. Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Verslunin flytur í Kópavog

Neyðarþjónustan er að flytja og því verður vikan 15.okt til 19.okt 2018 með mjög takmarkaða þjónustu og takmörkuðu vöruúrvali. Við kjósum að fara þessa leið til að þurfa ekki að hafa lokað í lengri tíma, þó verður lokað föstudaginn 19.okt og mánudaginn 22.okt 2018. 

 

Um leið og við biðjum ykkur velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa þá viljum við bjóða ykkur velkomin í nýja verslun okkar að Skemmuvegi 4, Kópavogi (fyrir neðan BYKO), þar sem við munum opna þriðjudaginn 23.okt. 2018.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Húslykill vill ekki snúast

Stundum gerist það þó að fólk sé með lykla í höndunum að lykillinn snýst ekki það getur verið eitthvað sem er brotið inni í læsingunni eða kúpling hafi gefið sig en stundum getur virkað að draga lykilinn aðeins út og prófa að snúa aftur. Það þarf ekki alltaf að stinga lyklinum á bólakaf í sílinderinn. 

Ef grunur leikur á að eitthvað sé brotið inni í læsingunni/sílindernum þá ekki hika við að hringja í lásabílinn okkar sem er á ferðinni með flest sem til þarf í svona verkefni. Síminn er 800-6666.

Öryggissskápar frágangur

Neyðarþjónsutan lásasdeild vill minna eigendur öryggisskápa á að festa þá við gólf/vegg alls staðar þar sem það er hægt. Ekki gera þjófunum of auðvelt fyrir. 

 

Öryggisskápar sem daglega eru oft nefndir peningaskápar eru í raun allar tegundir skápa sem eru notaðir til að geyma verðmæti, reiðufé, skartgripi, mikilvæg skjöl, vegabréf og annað.

Sértu að velta fyrir þér hvort þú eigir að kaupa þér öryggisskáp fyrir heimilið þitt eru nokkrir hlutir sem gott er að velta fyrir sér áður en maður kaupir til að vera viss um að dekka þörfina.

 1. Hver er áhættan á að hlutunum sé stolið?
  Meta þarf áhættuna við að hlutunum sé stolið eða mikilvæg gögn brenni/skemmist. Eru lásar á heimilishurðum í lagi? Hvað með gluggana? Ertu með þjófavarnarkerfi? 

 2. Hve stórt mun tapið verða?
  Mikilvægt að vera raunsæ/-r við mat á virði hlutanna sem óskað er eftir að geyma í öryggisskáp.

 

Neyðarþjónustan bíður upp á ráðgjöf og uppsetningu á öryggisskápum, ekki hika við að hafa samband við verslun okkar 510-8888 (ýta á 3) eða panta þjónustu/ráðgjöf hér á síðunni.

Nýr vörulisti 2018

Búið er að setja inn nýjan vörulista á heimasíðuna, gefur ágætt yfirlit en einnig má alltaf senda okkur fyrirspurn hér á síðunni ef eitthvað finnst ekki í listanum og þá er líklegt að við getum pantað það eða eigum það til. 

Eldsvoði eða veikindi

Stundum er ekki hægt að bíða eftir lásasmiði heldur þarf slökkvilið eða lögregla að brjóta upp hurðar til að bjarga mannslífum. Svona geta safnkassarnir litið út hjá okkur stundum (sjá mynd).

Þriggja punkta skrá

1 af 2

Af gefnu tilefni setjum við þetta ráð hér inn vegna króklæsingar eða þriggja punkta skráa.

Er orðið erfitt og stíft að loka, læsa eða opna hurðina?
Er 3-punkta skrá í hurðinni (sjá mynd)?

Ef þú getur svarað báðum spurningum með JÁ þá þarf að laga sem fyrst, að bíða með það getur kostað margfalt meira. 


Ef hurðin er búin að vera stíf í einhvern tíma er nefninlega líklegt að eitthvað inni í læsingunni muni gefa sig og brotna og þá er oft erfitt að opna aftur nema með því að skemma skránna. 

 

Neyðarþjónustan getur útvegað flestar gerðir af skrám og veitir uppsetningu og ráðgjöf 510-8888 (ýta á 3).

Þjófnaðarfaraldur

Mikið hefur verið um bílaþjófnað undanfarið eins og þessi grein frá mbl.is bendir á: http://www.visir.is/g/2017171129047/logreglan-varar-ibua-vid-brotist-inn-i-atta-bila-a-alftanesi

Svo alltaf muna eftir að læsa bílunum og helst ekki skilja bíllykla eftir í úlpuvasanum eða jakkavasanum í forstofunni ef forstofan er ólæst er auðvelt að læðast inn og leita af lyklum í vasa. Einnig passa bíllykla og aðra lykla hafa þá ekki liggjandi frammi ef það er t.d. opið hús hjá fasteignasala eða annað.

 •   NÞ verslun og verkstæði
 •   Skemmuvegur 4, blá gata
    200 Kópavogur
 •   510-8888
 •   661107-1110
 •   vsk nr.96883
 •   las@las.is

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-19 

Gallerý