Gengið frá húsnæði fyrir sumarfrí

Endilega athugið ef þið eruð á leið í sumarfrí hvernig skilið er við húsið getur skipt sköpum til að forðast innbrot.

‣ Setjið dýrmæta hluti í öryggisskápa eða fjarlægið/felið svo ekki sjáist utan frá.
‣ Notið tímastilli á ljós innan- og utanhúss. Etv. einnig fyrir sjónvarp og útvarp.
‣ Biðjið nágranna að setja rusl í ruslatunnurnar ykkar og tæma póstkassa/lúgur....
‣ Setjið upp ljós með hreyfiskynjara sem kviknar þegar einhver nálgast húsið.
‣ Forðist að auglýsa að þið séuð á leið í frí - sérstaklega á samfélagsmiðlum.
‣ Biðjið nágranna að leggja bílnum sínum í innkeyrslunni.

Ef þjófurinn freistast samt sem áður að brjótast inn reynið þá að gera honum eins erfitt fyrir og hægt er. Hér væri t.d. hægt að bæta aukalásum við hurðina, setja upp gluggalæsingar og öryggiskerfi.

Annað sem gott er að hafa í huga áður en lagt er af stað í frí er nágrannavarsla, taka afrit af myndum, eiga kvittanir af og taka myndir af dýrmætum eigum! (mynd af neti)

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý