Verslun lokuð vegna framkvæmda milli jóla og nýárs
Neyðarþjónustan missti sig í innpökkun yfir jólin eins og sjá má á meðfylgjandi myndum svo lítið verður um lyklasmíði fyrr en á nýju ári. Verslun okkar og verkstæði Skútuvogi 11 verður lokuð milli jóla og nýárs - slípa á parketið. Minnum á útkallssímann okkar 800-6666 fyrir neyðaropnanir hvers kyns. Hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í nýja og betri verslun á nýju ári.