Veturinn og læsingar

Það er að koma vetur og því fylgir að læsingar verða stífar. Notaðu tækifærið á meðan enn er frostlaust og smyrðu í allar læsingar og sílindra sem eru útivið, ekki sakar að sprauta smá í lamir líka -og bara allt sem hreyfist.
Ekki fólk og dýr samt!

Þegar frostið lætur svo sjá sig eiga óhjákvæmilega einhverjir eftir að læsa sig úti þegar farið er að skafa af bílnum. Ef þú átt ekki aukalykil og/eða lásinn á hurðinni virkar ekki - EKKI loka hurðinni á bílnum á meðan þú skefur af rúðum, það eru miklar líkur á því að hann læsist. Kuldinn veldur því að læsingarnar opnast ekki alla leið og hrökkva til baka þegar hurðinni er lokað.

Förum varlega í hálkunni og komum heil heim.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý