Fréttir

Nýr vörulisti 2018

Búið er að setja inn nýjan vörulista á heimasíðuna, gefur ágætt yfirlit en einnig má alltaf senda okkur fyrirspurn hér á síðunni ef eitthvað finnst ekki í listanum og þá er líklegt að við getum pantað það eða eigum það til. 

Eldsvoði eða veikindi

Stundum er ekki hægt að bíða eftir lásasmiði heldur þarf slökkvilið eða lögregla að brjóta upp hurðar til að bjarga mannslífum. Svona geta safnkassarnir litið út hjá okkur stundum (sjá mynd).

Þriggja punkta skrá

1 af 2

Af gefnu tilefni setjum við þetta ráð hér inn vegna króklæsingar eða þriggja punkta skráa.

Er orðið erfitt og stíft að loka, læsa eða opna hurðina?
Er 3-punkta skrá í hurðinni (sjá mynd)?

Ef þú getur svarað báðum spurningum með JÁ þá þarf að laga sem fyrst, að bíða með það getur kostað margfalt meira. 


Ef hurðin er búin að vera stíf í einhvern tíma er nefninlega líklegt að eitthvað inni í læsingunni muni gefa sig og brotna og þá er oft erfitt að opna aftur nema með því að skemma skránna. 

 

Neyðarþjónustan getur útvegað flestar gerðir af skrám og veitir uppsetningu og ráðgjöf 510-8888 (ýta á 3).

Þjófnaðarfaraldur

Mikið hefur verið um bílaþjófnað undanfarið eins og þessi grein frá mbl.is bendir á: http://www.visir.is/g/2017171129047/logreglan-varar-ibua-vid-brotist-inn-i-atta-bila-a-alftanesi

Svo alltaf muna eftir að læsa bílunum og helst ekki skilja bíllykla eftir í úlpuvasanum eða jakkavasanum í forstofunni ef forstofan er ólæst er auðvelt að læðast inn og leita af lyklum í vasa. Einnig passa bíllykla og aðra lykla hafa þá ekki liggjandi frammi ef það er t.d. opið hús hjá fasteignasala eða annað.

Lyklalaust aðgengi bíla

Góðar og slæmar fréttir.
Slæmu: Búnaður virðist kominn til landsins til að stela bílum með nálægðarskynjun (Start/Stop takka)
Góðu: Við erum komin með veski fyrir lykla, sem hindra sendingar og gera því svoleiðis þjófnað ómögulegan.

Takmörkuð sending sem kom núna þar sem bregðast þurfti skjótt við, meira á leiðinni.

NAUÐSYNLEGT fyrir eigendur bíla beð þessum búnaði.
ATH. við höfum prófað þessa gerð - og hún virkar.

Síðsumarkvöld

Neyðarþjónustan skellti sér í myndatöku eitt síðsumarkvöld - hér til hliðar má sjá afraksturinn.

Símsvarinn bilaði

Afsökum óþægindin en símsvarinn fyrir lásaútköll bilaði um helgina, tengingin var ekki rétt og spilaði alltaf opnunarkveðju í stað þess að senda áfram. Verið er að vinna í að laga þetta en í millitíðinni má hringja í verslunina 510-8888 (ýta á 2) og við komum útköllunum áfram.

Breyttur opnunartími

Frá og með laugardeginum 2.september 2017 mun verslun okkar vera lokuð á laugardögum en lásabíllinn að sjálfssögðu á ferðinni áfram.

Nýr Caddy

1 af 4

Neyðarþjónustan kynnir nýjasta meðliminn, VW Caddy, sem mun sinna útköllum og leysa gamla Caddy af hólmi. Bílarnir fá líka nýtt útlit í kjölfar aðlögunar á merki félagsins 2016. Myndir má sjá hér til hliðar og Kolur var mjög spenntur yfir bílnum.

Gleðilega hátíð

Neyðarþjónustan óskar viðskiptavinum og samstarfsaðilum sínum gleðilegrar hátíðar með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   las@las.is

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý