Fréttir

Nýjung fyrir atvinnubíla

Neyðarþjónustan selur og setur aukalæsingar í atvinnubíla. Mjög algengt erlendis. Notað af iðnaðarmönnum og öðrum sem geyma mikil verðmæti í bílunum sínum. Mikið notað erlendis af pípurum, rafvirkjum, smiðum, póstinum og svona mætti lengi telja. Myndir hér til hliðar af bílstjórahurð, afturhlera, rennihurð og farþegahurð. Einnig mynd af láshúsi. Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 510-8888 (ýta á 2 fyrir verslun) eða á las(hjá)las.is.

Veturinn og læsingar

Það er að koma vetur og því fylgir að læsingar verða stífar. Notaðu tækifærið á meðan enn er frostlaust og smyrðu í allar læsingar og sílindra sem eru útivið, ekki sakar að sprauta smá í lamir líka -og bara allt sem hreyfist.
Ekki fólk og dýr samt!

Þegar frostið lætur svo sjá sig eiga óhjákvæmilega einhverjir eftir að læsa sig úti þegar farið er að skafa af bílnum. Ef þú átt ekki aukalykil og/eða lásinn á hurðinni virkar ekki - EKKI loka hurðinni á bílnum á meðan þú skefur af rúðum, það eru miklar líkur á því að hann læsist. Kuldinn veldur því að læsingarnar opnast ekki alla leið og hrökkva til baka þegar hurðinni er lokað.

Förum varlega í hálkunni og komum heil heim.

Lyklaskápar

Er ekki kominn tími til að geyma lyklana á öruggan hátt? Venjulegir lyklaskápar eru ekki til þess gerðir að þola innbrot, þeir eru eingöngu til að flokka og halda utanum lyklana. Hér er góð og ódýr lausn til að flokka og halda utanum þá áöruggan hátt.

Loksins nýtt í boði fyrir Yaris og Avensis

Er orðið pirrandi hversu oft lykillinn er að brotna í Yaris eða Avensis? Þú getur valið að fá nýjan fjarstýringarlykil sem er mun sterkari og það besta - þú getur valið um útlit (sjá meðf. myndir). Sama á við um flestar aðrar gerðir bíla og hefur verið til lengi.

Heimsókn að utan

1 af 3

Síðustu daga höfum við haft góða vini NÞ í heimsókn, danska, þýska, norska og bandaríska lásasmiði sem hafa notið rigingatíðarinnar og ferska loftsins hér. Nokkrar myndir fylgja hér til hliðar.

Gengið frá húsnæði fyrir sumarfrí

Endilega athugið ef þið eruð á leið í sumarfrí hvernig skilið er við húsið getur skipt sköpum til að forðast innbrot.

‣ Setjið dýrmæta hluti í öryggisskápa eða fjarlægið/felið svo ekki sjáist utan frá.
‣ Notið tímastilli á ljós innan- og utanhúss. Etv. einnig fyrir sjónvarp og útvarp.
‣ Biðjið nágranna að setja rusl í ruslatunnurnar ykkar og tæma póstkassa/lúgur....
‣ Setjið upp ljós með hreyfiskynjara sem kviknar þegar einhver nálgast húsið.
‣ Forðist að auglýsa að þið séuð á leið í frí - sérstaklega á samfélagsmiðlum.
‣ Biðjið nágranna að leggja bílnum sínum í innkeyrslunni.

Ef þjófurinn freistast samt sem áður að brjótast inn reynið þá að gera honum eins erfitt fyrir og hægt er. Hér væri t.d. hægt að bæta aukalásum við hurðina, setja upp gluggalæsingar og öryggiskerfi.

Annað sem gott er að hafa í huga áður en lagt er af stað í frí er nágrannavarsla, taka afrit af myndum, eiga kvittanir af og taka myndir af dýrmætum eigum! (mynd af neti)

ALA námskeið fyrir bílalásasmiði

Hópmynd frá námskeiði sem haldið var í vor 2016 fyrir fremstu bílalásasmiði heims. Þar átti Neyðarþjónustan tvo fulltrúa, lengst til vinstri á myndinni!

Nýtt merki félags

Kominn var tími á sameiginlegt merki fyrirtækisins eftir að Gler og Lásar ehf., systurfélag Neyðarþjónustunnar sameinaðist NÞ 1.jan. 2015. Glerdeild hefur alltaf haft rúður í merki sínu og lásadeild alltaf haft þrjú skráargöt. Farin var sú leið að skipta skráargötunum út fyrir meira almennari mynd af óskornum lykli og bæta þremur lykilorðum við sem einkenna starfsemina (Lyklar - Lásar - Gler) fremur en að segja fólki frá því hvernær félagið var stofnað (1988). Við erum afar ánægð með breytinguna - vona viðskiptavinir verði það líka.

Heimsfrægð handan við hornið

Fréttir af D-vottun Neyðarþjónustunnar fara víða: http://www.si.is/frettasafn/neydarthjonustan-hlytur-d-vottun heimsfrægð handan við hornið.

D-vottun Samtaka iðnaðarins

Sönn ánægja að tilkynna að Neyðarþjónustan hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins og eins og segir á vef þeirra: "D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að auka frameiðni fyrirtækisins...D-vottun krefst þess að fyrirtæki standist tilteknar lágmarkskröfur um aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum um staðreyndir í rekstrinum. Þessar upplýsingar eru undirstaða þess að stíga næsta skref (C-vottun) að undangenginni úttekt og vottun. " Hér að neðan má sjá nánari útlistun á kröfum D-vottunar:

d.1 - Verkskáningar

Manna,- og vélatími og aðrir kostnaðarliðir skili sér með hagkvæmum hætti til útskriftar reikninga og útreikninga á framlegð. Tími og kostnaður greinist á sérhvert verk.

d.2 - Hráefnisskráningar

Aðföng (hráefni, vara- og íhlutir til ákveðinna verka) og aðrir kostnaðarliðir skráðir á viðkomandi verk

d.3   - Rekjanleiki tilboða

Tilboð eru í tölusettri röð með hlaupandi númerum.

d.4   - Rekjanleiki samninga 

Samningar eru í tölusettri röð með hlaupandi númerum.  Samningsnúmer er sama og  verknúmer sem notað er til verkskráningar.

d.5   - Véla og tækjalisti 

Listi yfir tæki og vélar sem inniheldur númer og aldur ásamt verðgildi (innkaupsverð að frádregnum afskriftum).  Vélar og tæki númeruð með greinilegu númeri.

d.6   - Rýni hönnunargagna 

Fyrirmæli og óskir viðskiptavinarins skilgreindar og skráðar. Vafaatriði útkljáð  og niðurstöður skjalfestar á gátlistum eða verkbeiðnum.

d.7   - Innkaupaáætlun í upphafi verks

Áætlun um aðföng fyrir verkið í heild, tenging við tímasetningu sérhvers verkþáttar.

d.8   - Verklagsreglur um öryggismál

Verklagsregla um hvernig tekið er (verður) á öryggis- og umhverfismála í fyrirtækinu.

d.9   - Gæðaviðmið

Tæknilýsing yfir alla framleiðslu og þjónustu fyrirtækisins. Teikningar, verklýsingar, kröfur,   skilgreind leyfileg frávik.

d.10 - Skipurit

Skipurit yfir starfsemina og alla starfsmenn

d.11 - Skipulag

Uppdráttur af fyrirtækinu sem sýnir helstu starfsstöðvar og flæði milli þeirra.

d.12 - Ráðningasamningar

Ráðningasamningar fyrir alla starfsmenn

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   las@las.is

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý