Fréttir

Mottumars 2016

Neyðarþjónustan hefur skráð lið til leiks í mottumars til styrktar góðu málefni hjá Krabbameinsfélaginu. Endilega heitið á okkur ef þið viljið styrkja gott málefni og fínan skeggvöxt. Hér er hlekkur á liðið:

http://www.mottumars.is/keppnin/keppandi?cID=10973

Hundahjólastóll

Sannarlega ánægjulegt þegar hrós kemst á réttan stað og Neyðarþjónustan þakkar fyrir þau innilega. En verkin eru fjölbreytt og verða sérstaklega eftirminnileg stundum eins og t.d. þegar þurftum að bjarga hundahjólastól úr læstum bíl á föstudagskvöldi eftir lokun - því annars kæmist elsku hundurinn ekkert út um helgina. Heiður að fá að aðstoða í svona verkum. Góða helgi xoxo

Nýjungar

1 af 4

Neyðarþjónustan hefur fengið umboð fyrir Locxis vörurnar frá RB Locks og bjóðum nú hágæðaöryggissílindra og lykla á hagstæðu verði.

 

Hér: http://www.locxis.ie/ má sjá heimasíðu félagsins á Írlandi og stórgott myndband hér: https://youtu.be/yecUQ81cBZA sem sýnir hvernig lyklarnir og sílindrarnir virka.


Neyðarþjónustan er stoltur þjónustuaðili RB Locks og Locxis enda um gífurlega vandaðar vörur að ræða. Neyðarþjónustan mælir með þessum sílindrum og lyklum fyrir þá sem vilja ekki að hægt sé að afrita lyklana sína, en til að fá lykil þarf að sýna ákveðið öryggiskort. Þessir sílindrar eru að sjálfssögðu bor-og pikkvarðir.

Flýta sér hægt

Um daginn vorum við aðeins of fljót á okkur og sendum tvo flögulykla á Blönduós. Maður hafði hringt og vantað lykil að bensínloki og starfsmaður Neyðarþjónustunnar lesið á milli línanna og hélt honum vantaði alla lykla. Sagan er sú að maðurinn átti lykil að sviss í fínu lagi en vantaði bara í bensínlokið. Skyldi svo ekkert í sendingunni daginn eftir: tveir flögulyklar. Örugglega flottasti lykill á bensínlok fyrir norðan og þótt víðar væri leitað!

Mynd að láni frá:

http://ecx.images-amazon.com/images/I/41D97AYVQDL.jpg

Bílgreinasambandið

Neyðarþjónustan lásasmiðir eru orðnir meðlimir að Bílgreinasambandinu og hlökkum mikið til samstarfsins við hin verkstæðin, umboðin, bílasalana og alla aðra þar.

Velkomin aftur

Gólf hafa verið slípuð og við tökum aftur vel á móti ykkur með heitt á könnunni. Nú er tíminn til að fá sér aukalykil hafi hann týnst um áramótin því alltaf er kostnaðarsamara að fá sér bíllykil ef allir lyklar eru týndir en ef fólk á einn lykil fyrir. Neyðarþjónustan er til skrafs og ráðagerða svo endilega látið sjá ykkur. Beint á móti Blómavali í Skútuvogi.

Verslun lokuð vegna framkvæmda milli jóla og nýárs

Neyðarþjónustan missti sig í innpökkun yfir jólin eins og sjá má á meðfylgjandi myndum svo lítið verður um lyklasmíði fyrr en á nýju ári. Verslun okkar og verkstæði Skútuvogi 11 verður lokuð milli jóla og nýárs - slípa á parketið. Minnum á útkallssímann okkar 800-6666 fyrir neyðaropnanir hvers kyns. Hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í nýja og betri verslun á nýju ári.

Ný félagasamtök

Neyðarþjónustan var veidd í ný félagasamtök bílalásasmiða á ráðstefnu nú í haust - okkar maður þreytti próf (skriflegt og verklegt) og fékk inngöngu. Þetta er mikill heiður og hlökkum til að segja ykkur betur frá þessu samstarfi. Samtökin heita Auto Locksmiths Association (ALA).

Endurmenntun starfsfólks

Síðustu helgi fóru tveir toppmenn hjá Neyðarþjónustunni í endurmenntun erlendis, einn til Svíþjóðar annar til Englands. Reynum eftir fremsta megni að vera í framlínu og hlusta eftir nýjungum í faginu til að geta aðstoðað ykkur sem best. Næstu helgi fer síðan annar þeirra aftur út á stóra sýningu. Hlökkum til að sjá hvaða nýjungar hann kemur með heim.

Hversdagsævintýri Neyðarþjónustunnar

Bílafloti landsmanna er fjölbreyttur en það gerist ekki oft að Neyðarþjónustan þurfi að senda viðskiptavini út til að kaupa nýja hurð eins og tilfellið var í gær. Nemendabíll birtist með stórt ryðgat í hurðinni svo ekki var hægt að setja nýjan sílinder í hurðina. Hlökkum mikið til að sjá hvaða lit á hurð Toyotan birtist með á næstu dögum og stilla lykilinn við nýja læsingu og sviss #kannskibleikhurð #nemendabíll #hversdagsævintýrinþ

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   las@las.is

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý