Fréttir

Flýta sér hægt

Um daginn vorum við aðeins of fljót á okkur og sendum tvo flögulykla á Blönduós. Maður hafði hringt og vantað lykil að bensínloki og starfsmaður Neyðarþjónustunnar lesið á milli línanna og hélt honum vantaði alla lykla. Sagan er sú að maðurinn átti lykil að sviss í fínu lagi en vantaði bara í bensínlokið. Skyldi svo ekkert í sendingunni daginn eftir: tveir flögulyklar. Örugglega flottasti lykill á bensínlok fyrir norðan og þótt víðar væri leitað!

Mynd að láni frá:

http://ecx.images-amazon.com/images/I/41D97AYVQDL.jpg

Bílgreinasambandið

Neyðarþjónustan lásasmiðir eru orðnir meðlimir að Bílgreinasambandinu og hlökkum mikið til samstarfsins við hin verkstæðin, umboðin, bílasalana og alla aðra þar.

Velkomin aftur

Gólf hafa verið slípuð og við tökum aftur vel á móti ykkur með heitt á könnunni. Nú er tíminn til að fá sér aukalykil hafi hann týnst um áramótin því alltaf er kostnaðarsamara að fá sér bíllykil ef allir lyklar eru týndir en ef fólk á einn lykil fyrir. Neyðarþjónustan er til skrafs og ráðagerða svo endilega látið sjá ykkur. Beint á móti Blómavali í Skútuvogi.

Verslun lokuð vegna framkvæmda milli jóla og nýárs

Neyðarþjónustan missti sig í innpökkun yfir jólin eins og sjá má á meðfylgjandi myndum svo lítið verður um lyklasmíði fyrr en á nýju ári. Verslun okkar og verkstæði Skútuvogi 11 verður lokuð milli jóla og nýárs - slípa á parketið. Minnum á útkallssímann okkar 800-6666 fyrir neyðaropnanir hvers kyns. Hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í nýja og betri verslun á nýju ári.

Ný félagasamtök

Neyðarþjónustan var veidd í ný félagasamtök bílalásasmiða á ráðstefnu nú í haust - okkar maður þreytti próf (skriflegt og verklegt) og fékk inngöngu. Þetta er mikill heiður og hlökkum til að segja ykkur betur frá þessu samstarfi. Samtökin heita Auto Locksmiths Association (ALA).

Endurmenntun starfsfólks

Síðustu helgi fóru tveir toppmenn hjá Neyðarþjónustunni í endurmenntun erlendis, einn til Svíþjóðar annar til Englands. Reynum eftir fremsta megni að vera í framlínu og hlusta eftir nýjungum í faginu til að geta aðstoðað ykkur sem best. Næstu helgi fer síðan annar þeirra aftur út á stóra sýningu. Hlökkum til að sjá hvaða nýjungar hann kemur með heim.

Hversdagsævintýri Neyðarþjónustunnar

Bílafloti landsmanna er fjölbreyttur en það gerist ekki oft að Neyðarþjónustan þurfi að senda viðskiptavini út til að kaupa nýja hurð eins og tilfellið var í gær. Nemendabíll birtist með stórt ryðgat í hurðinni svo ekki var hægt að setja nýjan sílinder í hurðina. Hlökkum mikið til að sjá hvaða lit á hurð Toyotan birtist með á næstu dögum og stilla lykilinn við nýja læsingu og sviss #kannskibleikhurð #nemendabíll #hversdagsævintýrinþ

Ný prinsessa fædd

Óskum Reyni og Ásdísi innilega til hamingju með nýju prinsessuna - ekki oft sem slíkar fréttir berast úr herbúðum Neyðarþjónustunnar enda meðalaldur starfsmanna yfir barneignaaldri. Bindum vonir við yngri starfsmenn okkar og hlökkum til að fá Reyni aftur.

Skólinn kallar

1 af 3

Ingvi okkar er að byrja aftur í skóla eftir nokkurt hlé - fer að læra rafeindavirkjun - við fáum að njóta samveru hans áfram að hluta til svo fráhvörfin verða ekki of mikil. Takk fyrir allt Ingvi.

Verslunarmannahelgargleði

Neyðarþjónustan vill minna landann á að fara ekki í fríið á bílnum og eiga bara einn lykil, þær eru ófáar uppákomurnar eftir einmitt þessa helgi þar sem fólk hefur glatað bíllyklunum, bíllinn í Landeyjarhöfn, á Ísafirði, Akureyri eða jafnvel alveg úr alfaraleið. Aukinn kostnaður er við að fá lykil við þessar aðstæður.

Einnig að ganga vel frá gluggum og öryggismálum heimilisins ef fara á í frí. Hægt að kaupa öryggiskerfi tengd síma og sérstök innbrotajárn hjá Neyðarþjónustunni sem snjallt er að setja á t.d. svalarhurðir og ættu í raun að vera skylda fyrir alla sem búa á 1. eða 2.hæð.

Það verður LOKAÐ hjá okkur í versluninni um þessa helgi þar sem við ætlum að breyta og bæta verslunina og mánudaginn 3.ágúst 2015 (frídagur verslunarmanna).

 

Góða skemmtun öllsömul.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý