Fréttir

Verslunarmannahelgargleði

Neyðarþjónustan vill minna landann á að fara ekki í fríið á bílnum og eiga bara einn lykil, þær eru ófáar uppákomurnar eftir einmitt þessa helgi þar sem fólk hefur glatað bíllyklunum, bíllinn í Landeyjarhöfn, á Ísafirði, Akureyri eða jafnvel alveg úr alfaraleið. Aukinn kostnaður er við að fá lykil við þessar aðstæður.

Einnig að ganga vel frá gluggum og öryggismálum heimilisins ef fara á í frí. Hægt að kaupa öryggiskerfi tengd síma og sérstök innbrotajárn hjá Neyðarþjónustunni sem snjallt er að setja á t.d. svalarhurðir og ættu í raun að vera skylda fyrir alla sem búa á 1. eða 2.hæð.

Það verður LOKAÐ hjá okkur í versluninni um þessa helgi þar sem við ætlum að breyta og bæta verslunina og mánudaginn 3.ágúst 2015 (frídagur verslunarmanna).

 

Góða skemmtun öllsömul.

Fataviðgerðir

Neyðarþjónustan hefur um nokkurt skeið aðstoðað saumastofu með lyklahringi endurgjaldslaust. Vandi saumastofunnar er sá að rennilásarnir brotna af og því vantar eitthvað til að krækja í rennilásinn á nýjan leik svo hægt sé að renna. Gaman að hjálpa til í öðrum atvinnugreinum en lásum, bílatengdu eða öryggisvörum.

Júlí: met í týndum lyklum

Júlí er oft rólegur mánuður en svo er ekki í ár, óvanalega margir hafa týnt bíllyklunum sínum þetta árið eða vantar aukalykil áður en lagt er af stað í fríið. Einnig hefur færst í aukana að fólk kaupi sér aukalykil áður en síðasti lykillinn týnist - sem okkur hjá Neyðarþjónustunni finnst frábært, enda óþreytt að prédika það undanfarin ár. Það getur verið óþarflega kostnaðarsamt þegar allir lyklar eru týndir. Við erum þakklát ykkur kæru viðskiptavinir, án ykkar værum við ekki hér 27 árum síðar. Vonandi getum við gert enn betur í framtíðinni. Ekki hika við að láta vini og vandamen vita af okkur líka: 510-8888 fyrir verslun eða 800-6666 fyrir lásaopnun.

Notaðir bílar - gott ráð

Þegar kaupa á notaðan bíl er snjallt að spyrja alltaf hversu margir lyklar fylgja með í kaupunum. Ef bara 1 stk, látið Neyðarþjónustuna þá gefa ykkur verð í aukalykil áður en þið gangið frá kaupunum. Sérstaklega mikilvægt ef enginn lykill er að bílnum. Leiðinlegt að þurfa leggja út í aukakostnað með nýjan notaðan bíl, sér í lagi ef bíllinn hefur t.d. verið mjög ódýr.

Samstarf við REMAX

Um nokkurt skeið hafa REMAX nágrannar okkar í Skútuvoginum og Neyðarþjónustan verið í samstarfi og boðið þeim sem skrifað hafa undir kaupsamning hjá REMAX og kaupa sér sílindra í húsnæðið hjá Neyðarþjónustunni að fá endurgjaldslausa uppsetningu með í kaupunum. Þá sendir Neyðarþjónustan mann og setur sílindra upp ykkur að kostnaðarlausu. Einnig afslátt af öryggisskápum og nafnaskiltum fyrir nýju húseigendurna.

Það eins sem þarf að gera er að mæta í verslun okkar með blaðið stimplað frá REMAX og fá ráðgjöf hvaða sílinder er best að kaupa sem uppfyllir ykkar þarfir um öryggi. Hlökkum til að sjá ykkur.

Lásaopnanir breytingar

Frá og með 1.júní 2015 verður breyttur opnunartími á lásaopnunum sem hér segir:

Alla virka daga frá kl. 08 - 20
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 08-18 

Glerdeild Neyðarþjónustunnar mun áfram sinna viðgerðum vegna gler- og innbrotstjóna (www.gler.neyd.is) allan sólarhringinn.

Lásaráðstefna

1 af 3

Neyðarþjónustan er nýkomin heim frá Írlandi af lásaráðstefnu á vegum evrópska lásasmíðasambandsins (ELF http://elf2015.com/) - þar sátum við ýmis námskeið og stóra sýningu á laugardeginum. Á ráðstefnunni talaði Tzachi Wiesenfeld forseti ASSA ABLOY ásamt fleirum. Gaman að fylgjast með því sem er að gerast í geiranum.

ALOA meðlimur

Rekstrarstjórinn okkar, Óðinn, er nú orðinn meðlimur ALOA sem er samtök lásasmiða í Norður-Ameríku og ein stærstu samtök sinnar tegundar í heiminum.

Við erum stanslaust að bæta við okkur þekkingu, tengiliðum og aðgengi að upplýsingum og námskeiðum. Neyðarþjónustan hefur verið meðlimur að ALOA síðan 1996.

Styrkur til Krabbameinsfélagsins

Neyðarþjónustan styrkir unga konu sem missti mann sinn eftir stutta en hetjulega baráttu við krabbamein til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu n.k. ágúst. Hún hleypur fyrir mann sinn og tvær ungar dætur en dregur framkvæmdastjóra Neyðarþjónustunnar með sér. Nú þurfa þær bara að byrja að æfa sig. Hér er hægt að heita á Söru: http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=33479

Ný heimasíða

1 af 2

Ný heimasíða fyrir sameinað félag Neyðarþjónustunnar og Glers & Lása mun líta dagsins ljós alveg á næstu dögum. Félögin sameinuðust áramótin 2014/2015. Slóð hennar er www.neyd.is svo gömlu síðurnar www.lyklar.is og www.las.is munu benda inn á þá nýju. Við munum fagna nýju síðunni með pompi og prakt í versluninni - enda er sérstaklega ánægjulegt að fá að vinna með svona hæfileikaríku fólki eins og í Snerpu á Ísafirði, sem hönnuðu síðuna með okkur, værum ekkert án þeirra. Sturla Stígsson er svakalega hæfur á sínu sviði og leysti öll mál sem komu upp.

Við viljum líka endilega fá að vita ef eitthvað mætti betur fara hér á heimasíðunni undir "Hafa samband" flipanum. Einnig hrós, kvartanir eða ábendingar. Vonandi verður nýja síðan ykkur gagnleg.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý