Fréttir

Við smíðum bíllykla

1 af 2

Neyðarþjónustan vill vera í fremstu línu varðandi bíllykla - tímapantanir óþarfar - lítið endilega við hvort sem um er að ræða aukalykil eða allir lyklar týndir. Leggjum kapp á að veita þér þjónustu samdægurs. Hægt er að mæla sendingarstyrk rafhlöðu og við skiptum auðvitað líka um þær ef þarf.

 

Hér til hliðar getur að líta nokkrar af þeim tegundum sem við vinnum með (mynd fengin að láni hjá carmadmike.deviantart.com)

Peningaskápaopnanir

Peningaskápaopnanir - Verðmætaskápar og öryggishólf: Neyðarþjónustan opnar langflesta peningaskápa, öryggishólf og aðra verðmætaskápa - einfaldast er að hringja í verslun eða senda mynd af skápnum og týpunúmer (ef finnst) á [email protected] Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og fá tilboð. Við erum einnig með mikið úrval öryggisskápa (peningaskápa) í verslun okkar - ekki vitlaust að kíkja á það áður en farið er í langt frí. Oftast er fólk með meiri verðmæti í höndunum en það heldur - sem og viðkvæma pappíra, vegabréf og annað sem gott er að geyma í öryggisskáp.

 

Í langflestum tilvikum er hægt að opna skápinn og nota hann áfram - en margir gamlir öryggisskápar standa enn í kjöllurum fyrirtækja og standast vel tímans tönn. Neyðarþjónustan smíðar einnig aukalykla fyrir öryggisskápa.

Siðareglur lásasmiða

Neyðarþjónustan leggur kapp á að vinna eftir siðareglum ameríska lásasmíðasambandsins (ALOA) - hér eru þær lauslega þýddar á okkar ástkæra tungumáli.

 

 • Að viðhalda sæmd starfsgreinar okkar er skylda allra meðlima ALOA
 • Að hafa sanngirni að leiðarljósi til viðskiptavina og sinna starfi sínu af stolti
 • Að greina þarfir og öryggi viðskiptavinar af óhlutdrægni og mæla með bestu mögulegu lausn með hag viðskiptavinarins að leiðarljósi
 • Að bera sig virðulega í starfi
 • Að fara að öllu leyti að gildandi lögum og reglum er starfsumhverfið varðar
 • Að stunda ekki auglýsingar og viðskipti á villandi hátt
 • Að forðast óviðeigandi eða vafasamar aðferðir og neita slíkum beiðnum
 • Að nota ekki kunnáttu sína og reynslu á þann hátt að hætta skapist fyrir viðskiptavin eða almenning
 • Að forðast tengsl við vafasama aðila, einstaklinga eða fyrirtæki með því að leyfa notkun á nafni sínu á nokkurn hátt
 • Að styðja við lásasmíðagreinina í heild með því að deila upplýsingum og reynslu með öðrum lásasmiðum
 • Að hvetja og stuðla að hollustu við starfsgreinina og vera ávalt tilbúinn að beita þekkingu sinni og færni til þjálfunar og framfara í starfsgreininni

Gagnsæi og rekjanleiki

Til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar, ásamt því að auka rekjanleika útkalla, þá hefur Neyðarþjónustan nú tekið í notkun snjallforrit (e. app), sem hvert útkall er skráði í, en það er með sjálfvirkri staðsetningu, tíma og dagsetningu ásamt undirskrift viðskiptavinar og mynd af skilríkjum, eða af viðkomandi ef skilríki eru ekki til staðar, auk þess er eftirlitsbúnaður í útkallsbílnum sem einnig er hægt að leita í eftir staðsetningu.


Með þessu kveðjur Neyðarþjónustan gömlu pappírsskýrslurnar sem hefur verið notast við undanfarin ár og tryggir að ef þjónusta okkar er misnotuð þá er hægt að rekja það beint til viðkomandi án vandkvæða.

Mercedes Benz bíllyklar

Neyðarþjónustan er að byrja með Benz lykla, getum nú forritað í langflesta bíla frá 2001-2010 og einhverja nýrri líka. Ekki hika við að hafa samband við okkur og vonandi getum við aðstoðað. Í flestum tilfellum þarf að skilja bílinn eftir hjá okkur í 2-3 klst. Um er að ræða svo kallaða "aftermarket" lykla á góðu verði.

Stjörnur

Þar sem við erum alltaf að reyna bæta okkur þá væri voðalega gaman ef þið, sem hafið fengið þjónustu hjá okkur, færuð inn á Stjörnur.is (http://www.stjornur.is/neydarthjonustan-lasasmidur-opnanir/) og gæfuð okkur viðeigandi stjörnur og jafnvel skrifa hvað var gott eða slæmt. Hrós er gott fyrir sálina, hitt er gott til að geta bætt sig og fengið hrósið síðar.

Barn læst í bíl

Neyðarþjónustan er stolt af að kynna verkefnið "bjarga barni úr læstum bíl". Að gæta barna okkar er eðlilegasti hlutur í heimi og því er einstaklega ánægjulegt að geta notast við sérfræðikunnáttu okkar til að bjarga barni úr læstum bíl á sem skemmstum tíma - endurgjaldslaust. Þetta er leið okkar til sýna samfélagslega ábyrgð. Látið sem flesta foreldra vita af þessari þjónustu og geymið símanúmerið í veskinu 800-6666.

Nýr framkvæmdastjóri

Nýr framkvæmdastjóri hóf störf hjá okkur í byrjun mars og heitir hún Sif Grétarsdóttir. Einnig hóf Sonja Kjartansdóttir störf sem fjármálastjóri - en Sonja var bókari félagsins um árabil.

Við bjóðum þær að sjálfssögðu velkomnar til starfa.

 •   NÞ verslun og verkstæði
 •   Skemmuvegur 4, blá gata
    200 Kópavogur
 •   510-8888
 •   661107-1110
 •   vsk nr.96883
 •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý