Góð ráð

Bílar

Bílar eru flestir með fjarlæsingar og því eru sílinderar ekkert notaðir. Með tímanum gróa þeir því fastir og þegar fjarstýring bilar eða verður rafmagnslaus þá er engin leið inn í bílinn.

Til að losna við þessi óþægindi er snjallt að smyrja alla sílindera einu sinni í mánuði og snúa þeim með lykli (það er óþarfi að sprauta í svissinn).

Frosinn sílinder: Þegar sílinderar frjósa á veturna má sprauta ísvara inn í sílinderinn og hinkra í smá stund, sprauta því næst olíu og opna svo. (ísvarinn eyðir olíunni sem fyrir er í sílindernum). Neyðarþjónustan mælir með Pro Long til smurningar sílindera og læsinga sem fæst líka hjá okkur. Gott er að láta smyrja dyr og læsingar reglulega.

Annað gott ráð er að skrúfa niður rúðu, annað hvort bílstjóra- eða farþegamegin, þegar farið er út úr bílnum og hann í gangi (t.d. til að skafa frost af rúðunum), því bílar í gangi eiga það til að læsa sér. Það er ekki gaman að lenda í því að læsa lykla inni í bílnum á leið til vinnu eða skóla.

Að lokum bendum við fólki á að eiga aukalykil að bílnum því aukalykill kostar marfalt minna en nýr bíllykill, þegar allir lyklar hafa glatast.

 

Heyrið í okkur í síma 510-8888 (velja 3) og athugið hvernig við getum aðstoðað.

 

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý