Góð ráð

Tegund Sílindra

Venjulegur ával
Venjulegur ával
1 af 9

Tegund sílindra er margsskonar og því mikilvægt að biðja um rétta gerð þegar óskað er sílindraskipta.

Hér á eftir fara nokkrar algengustu gerðanna.

Þegar flett er í gegn um myndirnar þá eru þær í þessari röð:

1 og 2 = Venjulegur ával, þeir eru til stuttir og langir en í dag er alltaf settur langur

3, 4, 5 = Prófílsílinder, þessir eru til í ótal útgáfum, myndir 4 og 5 sýna hvernig þeir eru mældir, þeir eiga ekki að standa mikið útúr hurðinni og því á aldrei að mæla sílinderinn sjálfann nema hann passi akkúrat. Ef það er snerill að innan þá er hann tekinn í seinni mælingunni. T.d. 35/40sn (35mm að utan og 40mm að innan, þar sem snerillinn er)

6 og 7 = Skrúfaður sílinder, ekki mjög algengur hér en kemur þó fyrir, sérstaklega í álhurðum og svo gömlu harðviðarhurðunum. Þar sem þessar tvær gerðir eru ekki eins (og til fleiri) þá þarf að skoða það frekar.

8 og 9 = Smekklássílinder, lásinn sjálfur er innan á hurðinni, algengt í eldri hurðum.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý