Lásaopnanir

Útkallsþjónusta 510-8888 (1) / Lock-out service tel. +354 510-8888 (1)

1 af 2

Lásaopnanir: Opnum læst húsnæði, bíla, hirslur og peningaskápa mán-föstud. frá kl. 08-17. Verð má finna undir flipanum "Verðskrá" hér á síðunni. Ef þú hefur læst þig úti og kemst ekki inn í bíl eða húsnæði, ekki hika við að hringja í  Neyðarþjónustuna í síma 510-8888. Lásasmiður á vakt er með allt sem til þarf til að komast inn í húsnæði eða bíl, og ýmsa varahluti í bílnum ef gera þarf við. Sýna þarf persónuskilríki fyrir vinnuskýrslu.

--

Locksmiths in Iceland. We open locked housing, cars, safety cabinets, storages and safes Monday-Friday from 8 am - 5 pm. Prices can be found under "Verðskrá" on this homepage. So if your car is locked or if you are locked out of your house please call us on +354 510-8888. Locksmith on duty has different spare parts in the lock-out car to repair on site. Show valid ID for work report.

Samfélagsleg ábyrgð

Barn læst í bíl

Neyðarþjónustan kynnir með stolti verkefnið: "Barni bjargað úr læstum bíl". Okkur þykir það eðlilegasti hlutur í heimi að gæta okkar eigin barna og annarra. Það er okkur hjá Neyðarþjónustunni því einstaklega ánægjulegt að geta nýtt sérfræðikunnáttu okkar til að bjarga barni úr læstum bíl, á sem skemmstum tíma. Þessi þjónusta er gjaldfrjáls og okkar leið til sýna samfélagslega ábyrgð. Þjónustan hefur verið í boði síðan á vormánuðum 2014 og síðan þá hefur Neyðarþjónustan bjargað fjölmörgum börnum úr læstum bíl.Verklagsreglur

Verklag Neyðarþjónustunnar er skýrt og ávallt þarf að sýna skilríki við verkbeiðni. Staðsetningarbúnaður er í öllum bifreiðum. Neyðarþjónustan leggur kapp á að vinna eftir siðareglum ameríska lásasmíðasambandsins (ALOA) - hér eru þær lauslega þýddar á okkar ástkæra tungumál.

 

 • Að viðhalda sæmd starfsgreinar okkar er skylda allra meðlima ALOA
 • Að hafa sanngirni að leiðarljósi til viðskiptavina og sinna starfi sínu af stolti
 • Að greina þarfir og öryggi viðskiptavinar af óhlutdrægni og mæla með bestu mögulegu lausn með hag viðskiptavinarins að leiðarljósi
 • Að bera sig virðulega í starfi
 • Að fara að öllu leyti að gildandi lögum og reglum er starfsumhverfið varðar
 • Að stunda ekki auglýsingar og viðskipti á villandi hátt
 • Að forðast óviðeigandi eða vafasamar aðferðir og neita slíkum beiðnum
 • Að nota ekki kunnáttu sína og reynslu á þann hátt að hætta skapist fyrir viðskiptavin eða almenning
 • Að forðast tengsl við vafasama aðila, einstaklinga eða fyrirtæki með því að leyfa notkun á nafni sínu á nokkurn hátt
 • Að styðja við lásasmíðagreinina í heild með því að deila upplýsingum og reynslu með öðrum lásasmiðum
 • Að hvetja og stuðla að hollustu við starfsgreinina og vera ávallt tilbúinn að beita þekkingu sinni og færni til þjálfunar og framfara í starfsgreininni

 

Bílaopnanir

Læst/læstur úti? Neyðarþjónustan - lásasmiður opnar læsta bíla alla virka daga frá kl. 08-17. Neyðarþjónustan notast við nýjustu verkfærin á markaðnum.

Neyðarþjónustan minnir fólk á að skrúfa niður rúður þegar verið er að skafa af bílnum, eða hafa hurð opna svo hún skellist ekki því sumir bílar eiga það til að læsast aftur meðan verið er að skafa. Við fáum ótalmörg símtöl sem byrja á: "bíllinn læsti sér" eða "bíllinn læstist meðan ég var að skafa".

Þetta getur stafað af því að læsingin "hoppar" til baka í læsta stöðu þegar bíllinn hitnar, ef læsingin hefur ekki opnast alveg þegar farið var inní bílinn fyrst. Endilega deilið upplýsingunum með sem flestum. Verðskrá má finna undir flipanum "Verðskrá".

Síminn hjá lásasmið Neyðarþjónustunnar er 510-8888 og velja 1.

Húsnæði

Lásaþjónusta Neyðarþjónustunnar: lásasmiður kemur á staðinn og opnar fyrir þér ef þú ert læst(ur) úti.

 

 • Fyrir hverja opnun er skrifuð skýrsla, skilríki eru skoðuð og borin saman við póstkassa og dyrabjöllu. Ef allt passar og við fullviss um að verkbeiðandi eigi erindi inn í húsnæðið þarf viðkomandi að skrifa undir skýrsluna.
 • Allt gert með öryggi viðskiptavina í huga.
 • Staðsetningarbúnaður er í bifreiðum okkar svo allt sé rekjanlegt.
 • D-gæðavottun frá Samtökum iðnaðarins
 • Gerum við læsingar, láshús eða skiptum um - ráðgjöf.
 • Eigum á lager mikið úrval læsinga.
 • Erum með flesta varahluti í bílnum og verkstæði á hjólum.
 • Aðilar að samtökum lásasmiða erlendis.

 

Þjónustan er í boði alla virka daga frá kl. 08-17. Verðskrá má finna undir flipanum "Verðskrá" hér á síðunni og síminn hjá lásasmið Neyðarþjónustunnar er 510-8888 og velja 1.

Peningaskápaopnanir

Þegar peningaskápur er læstur, kóðinn gleymdur, rafhlaðan/batteríið búið eða síðasti lykillinn týnist er best að senda okkur tölvupóst á [email protected] með mynd af skápnum og helst tegund og númeri ef það finnst. Þá er hægt að gera tilboð í opnun á skáp sem og smíði á nýjum lyklum.

Við opnum alla öryggisskápa, en þó er misjafnt hvernig ferlið er, allt eftir því um hvernig öryggisskáp er að ræða.

Suma skápa opnar Neyðarþjónustan - lásasmiður samdægurs en aðra getur tekið einhverja daga að opna. Þá er yfirleitt um að ræða skoðun á skápnum, mynda- og máltöku, upplýsingaöflun og loks sjálfa opnunina. Stundum þarf að gera við skápinn eftir opnunina ásamt því að smíða lykla, yfirfara lásbúnað ofl. Við gerum einnig við læsingarnar í peningaskápum.

Verðskrá fyrir opnun á öryggisskáp má sjá hér, það er oft ódýrara að senda skápinn til okkar, sé það möguleiki en oft eru þeir svakalega þungir. Neyðarþjónustan þjónustar einnig eigendur öryggisskápa: skiptir um rafhlöður ofl. 

 

Hringið endilega í síma 510-8888 (ýta á 3) ef þið viljið fá frekari upplýsingar eða hafa samband hér á síðunni.

Hirslur og póstkassalásar

 • Við komum á staðinn og opnum skúffuna, póstkassann, skápinn eða verðmætahirsluna / peningaskápinn.
 • Við getum útvegað þér lykla í þetta flest, ef þeir eru týndir.
 • Við gerum við læsingarnar - líka í peningaskápum.
 • Athugið ef póstkassalykill er týndur þá borgar sig oft frekar að bora sílinderinn út og kaupa nýjan heldur en fá aðila til að pikka upp lásinn, taka lásinn úr og handsmíða lykil eftir lásnum - það er þó vel gerlegt.
 • Innihurðir eru margar með pípulykla/skegglykla og týnast gjarnan - þá er best að taka niður númerið á láshúsinu í hurðinni og koma með í verslunin okkar.

 

Hringið endilega í síma 510-8888 (ýta á 3) ef þið viljið fá frekari upplýsingar eða hafa samband hér á síðunni.

 •   NÞ verslun og verkstæði
 •   Skemmuvegur 4, blá gata
    200 Kópavogur
 •   510-8888
 •   661107-1110
 •   vsk nr.96883
 •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý