Breytingar á læsingum

Breytingar - sílindrar og svalahurðalæsingar

1 af 3

(1) Breyting á gömlum sílenderum: Neyðarþjónustan breytir sílinderum fyrir nýja lykla enda oft hagkvæmara að gera það frekar en að kaupa nýjar læsingar, svo framarlegar sem læsingin er ekki mjög slitin. Sumum hugnast vel að nota gömlu lásana áfram og láta Neyðarþjónustuna breyta þeim (endurnýta sílindera).

Best er að skrúfa sílinderana úr og koma með þá í verslun okkar ásamt flestum lyklunum. Hér á síðunni undir flipanum "Góð ráð" má sjá hvernig hægt er að skrúfa ávalan sílinder úr hurð. Annars veita lásasmiðir Neyðarþjónustunnar alltaf ráðgjöf í síma 510-8888 (velja 3) ef þið lendið í vandræðum með að losa.

 

(2) Breyting á svalalæsingu: Margar svalahurðir á jarðhæð eru því miður ekki með alveg nógu góðan búnað sem ætti heima ef hurðin ætti að teljast örugg á jarðhæð. Neyðarþjónustan getur breytt læsingu á svalahurð í læsingu með snerli og sílinder (sjá mynd nr 3), gefið að breidd timburssvæðisins á hurðinni sé 9-10 cm (svo láshúsið komist fyrir inni í hurðablaðinu). (sjá mynd nr 2). Einnig hægt að fá innbrotajárn og lamalæsingu sem auka vörn. Heyrið í okkur í síma 510-8888 (velja 3) og athugið hvernig við getum aðstoðað.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý