Lásaopnanir

Bílaopnanir

Læst/læstur úti? Neyðarþjónustan - lásasmiður opnar læsta bíla alla virka daga frá kl. 08-17. Neyðarþjónustan notast við nýjustu verkfærin á markaðnum.

Neyðarþjónustan minnir fólk á að skrúfa niður rúður þegar verið er að skafa af bílnum, eða hafa hurð opna svo hún skellist ekki því sumir bílar eiga það til að læsast aftur meðan verið er að skafa. Við fáum ótalmörg símtöl sem byrja á: "bíllinn læsti sér" eða "bíllinn læstist meðan ég var að skafa".

Þetta getur stafað af því að læsingin "hoppar" til baka í læsta stöðu þegar bíllinn hitnar, ef læsingin hefur ekki opnast alveg þegar farið var inní bílinn fyrst. Endilega deilið upplýsingunum með sem flestum. Verðskrá má finna undir flipanum "Verðskrá".

Síminn hjá lásasmið Neyðarþjónustunnar er 510-8888 og velja 1.

Húsnæði

Lásaþjónusta Neyðarþjónustunnar: lásasmiður kemur á staðinn og opnar fyrir þér ef þú ert læst(ur) úti.

 

 • Fyrir hverja opnun er skrifuð skýrsla, skilríki eru skoðuð og borin saman við póstkassa og dyrabjöllu. Ef allt passar og við fullviss um að verkbeiðandi eigi erindi inn í húsnæðið þarf viðkomandi að skrifa undir skýrsluna.
 • Allt gert með öryggi viðskiptavina í huga.
 • Staðsetningarbúnaður er í bifreiðum okkar svo allt sé rekjanlegt.
 • D-gæðavottun frá Samtökum iðnaðarins
 • Gerum við læsingar, láshús eða skiptum um - ráðgjöf.
 • Eigum á lager mikið úrval læsinga.
 • Erum með flesta varahluti í bílnum og verkstæði á hjólum.
 • Aðilar að samtökum lásasmiða erlendis.

 

Þjónustan er í boði alla virka daga frá kl. 08-17. Verðskrá má finna undir flipanum "Verðskrá" hér á síðunni og síminn hjá lásasmið Neyðarþjónustunnar er 510-8888 og velja 1.

Peningaskápaopnanir

Þegar peningaskápur er læstur, kóðinn gleymdur, rafhlaðan/batteríið búið eða síðasti lykillinn týnist er best að senda okkur tölvupóst á las@las.is með mynd af skápnum og helst tegund og númeri ef það finnst. Þá er hægt að gera tilboð í opnun á skáp sem og smíði á nýjum lyklum.

Við opnum alla öryggisskápa, en þó er misjafnt hvernig ferlið er, allt eftir því um hvernig öryggisskáp er að ræða.

Suma skápa opnar Neyðarþjónustan - lásasmiður samdægurs en aðra getur tekið einhverja daga að opna. Þá er yfirleitt um að ræða skoðun á skápnum, mynda- og máltöku, upplýsingaöflun og loks sjálfa opnunina. Stundum þarf að gera við skápinn eftir opnunina ásamt því að smíða lykla, yfirfara lásbúnað ofl. Við gerum einnig við læsingarnar í peningaskápum.

Verðskrá fyrir opnun á öryggisskáp má sjá hér, það er oft ódýrara að senda skápinn til okkar, sé það möguleiki en oft eru þeir svakalega þungir. Neyðarþjónustan þjónustar einnig eigendur öryggisskápa: skiptir um rafhlöður ofl. 

 

Hringið endilega í síma 510-8888 (ýta á 3) ef þið viljið fá frekari upplýsingar eða hafa samband hér á síðunni.

Hirslur og póstkassalásar

 • Við komum á staðinn og opnum skúffuna, póstkassann, skápinn eða verðmætahirsluna / peningaskápinn.
 • Við getum útvegað þér lykla í þetta flest, ef þeir eru týndir.
 • Við gerum við læsingarnar - líka í peningaskápum.
 • Athugið ef póstkassalykill er týndur þá borgar sig oft frekar að bora sílinderinn út og kaupa nýjan heldur en fá aðila til að pikka upp lásinn, taka lásinn úr og handsmíða lykil eftir lásnum - það er þó vel gerlegt.
 • Innihurðir eru margar með pípulykla/skegglykla og týnast gjarnan - þá er best að taka niður númerið á láshúsinu í hurðinni og koma með í verslunin okkar.

 

Hringið endilega í síma 510-8888 (ýta á 3) ef þið viljið fá frekari upplýsingar eða hafa samband hér á síðunni.

 •   NÞ verslun og verkstæði
 •   Skemmuvegur 4, blá gata
    200 Kópavogur
 •   510-8888
 •   661107-1110
 •   vsk nr.96883
 •   las@las.is

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý