Lásaopnanir

Peningaskápaopnanir

Þegar peningaskápur er læstur, kóðinn gleymdur, rafhlaðan/batteríið búið eða síðasti lykillinn týnist er best að senda okkur tölvupóst á [email protected] með mynd af skápnum og helst tegund og númeri ef það finnst. Þá er hægt að gera tilboð í opnun á skáp sem og smíði á nýjum lyklum.

Við opnum alla öryggisskápa, en þó er misjafnt hvernig ferlið er, allt eftir því um hvernig öryggisskáp er að ræða.

Suma skápa opnar Neyðarþjónustan - lásasmiður samdægurs en aðra getur tekið einhverja daga að opna. Þá er yfirleitt um að ræða skoðun á skápnum, mynda- og máltöku, upplýsingaöflun og loks sjálfa opnunina. Stundum þarf að gera við skápinn eftir opnunina ásamt því að smíða lykla, yfirfara lásbúnað ofl. Við gerum einnig við læsingarnar í peningaskápum.

Verðskrá fyrir opnun á öryggisskáp má sjá hér, það er oft ódýrara að senda skápinn til okkar, sé það möguleiki en oft eru þeir svakalega þungir. Neyðarþjónustan þjónustar einnig eigendur öryggisskápa: skiptir um rafhlöður ofl. 

 

Hringið endilega í síma 510-8888 (ýta á 3) ef þið viljið fá frekari upplýsingar eða hafa samband hér á síðunni.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý