Lyklasmíði

Lyklasmíði

1 af 4

Neyðarþjónustan smíðar nánast alla lykla, hvort sem um er að ræða bíllykla, húslykla, kerfislykla, töskulykla, hjólalásalykla, pípulykla, skegglykla, stjörnulykla, tubular lykla, abloy lykla, flata lykla, lykla að mótorhjólum, húsbílum, farangursboxum, bogafestingum, póstkössum, hirslum, öryggisskápum ofl. ofl. Hægt er að smíða nýja lykla jafnvel þó að allir lyklar séu týndir, en þá er smíðað eftir skrá eða númeri.

Erum með einn stærsta og fjölbreyttasta lyklalager landsins, svo líttu endilega til okkar og sjáðu hvort við getum ekki aðstoðað þig.

Ef um lyklakerfi er að ræða getum við einnig aðstoðað, en Neyðarþjónustan hefur umsjón með mörgþúsund lyklakerfum. Ráðlagt er að skipta lyklakerfi út eða breyta því á 15 ára fresti - öryggisins vegna. Hér er hlekkur á upplýsingar um lyklakerfi: http://las.neyd.is/vorur/lyklakerfi/ en gott er að hafa á hreinu hver má kaupa nýja lykla og hvort leyfi þurfi frá formanni húsfélags eða öðrum áður en lagt er af stað - svo ekki sé farin fýluferð.

Líttu við í verslun okkar á Skemmuvegi 4, blá gata (fyrir neðan BYKO) eða hafðu samband í síma 510-888 (ýta á 3) ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi lyklasmíði. Einnig má senda okkur fyrirspurn á póstfangið [email protected] eða hér á síðunni.

 

 

 

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý