Verktakar

Þjónusta við verktaka

Neyðarþjónustan býður verktökum upp á sérsamninga og alhliða lausnir lásamála í nýbyggingum eða við endurnýjun húsa. Bjóðum upp á allt frá ráðgjöf varðandi val á læsingum til uppsetningar þeirra og þjónustusamninga.

Gott er að setjast niður með verktaka og skoða teikningu af byggingunni til að auðvelda yfirsýn yfir búnað sem óskað er eftir, sjá t.d. fjölda hurða. Einnig er nauðsynlegt að hanna kerfið með þarfir notenda í huga. Síðan útbýr Neyðarþjónustan tilboð með yfirliti um búnað: láshús, sílendera, pumpur og aðgangs- eða öryggiskerfi í byggingunni.

 

Nokkuð algengt er að stafjárn í hurðakarmi passi ekki við tegund láshúss, jafnvel í nýbyggingum. Helst koma upp vandamál með raflásajárnin sem passa illa við ASSA láshús. Hurðin er þar með óvarin að mestu og aðstoðar Neyðarþjónustan oft fólk og fyrirtæki með vandamál af þessu tagi. Hægt er að skipta út EFF járnunum (sem passa ekki) og setja í staðinn rétt járn (slúttjárn) sem hentar láshúsinu.  

Ekki hika við að setja ykkur í samband við okkur á [email protected] og fá tilboð í verk eða almenn viðskipti 510-8888 (velja 3).

 

Ráðgjöf á sviði:

 • Mekkanískra lása og lyklakerfis
 • Aðgangsstýringa og hugbúnaðar fyrir kortaforritun
 • Hurðahúna, sílindera og skráa
 • Hurðapumpa
 • Öryggiskerfa
 • Þjónustusamninga
 •   NÞ verslun og verkstæði
 •   Skemmuvegur 4, blá gata
    200 Kópavogur
 •   510-8888
 •   661107-1110
 •   vsk nr.96883
 •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý