Viðgerðir og uppsetning

Viðgerð á verkstæði

Neyðarþjónustan býr yfir góðri aðstöðu innadyra til að gera við bilaðar læsingar, kveikjulása, skottlæsingar og annað. Gott er að koma með bílinn eða hlutinn strax á morgnana en við gefum okkur yfirleitt um 2-3 klst í viðgerð, þó kemur fyrir að bíllinn þurfi að vera yfir nótt, allt eftir umfangi viðgerðar.

Smáskilaboð eru send í farsíma þegar hlutur eða bíll er tilbúinn. Einnig er hægt að smíða lykla beint í læsingar ef lyklar eru týndir. Þá er auðvelt að breyta læsingum til að þær virki með nýjum lykli, en þó nokkuð ber á því að fólk er með tvo lykla: annan að svissinum og hinn að hurðarlæsingunni. Þessu er hægt að breyta svo sami lykill gangi bæði læsingu og sviss (kveikjulás).

 

Hafið endilega samband í síma 510-8888, ýta á 3 fyrir verslun, sendið mynd eða upplýsingar á [email protected] eða panta þjónustuna hér á síðunni 

Uppsetning hurðapumpa

Mikið álag getur verið á hurðapumpum þar sem umgangur er mikill, þær fara stundum að leka og þá er gott að skipta um þær. Neyðarþjónustan selur hurðapumpur í verslun býður upp á uppsetningu þeirra. Best er að hafa samband við verslun og panta viðgerðamann í verkið í síma 510-8888, ýta á 3 fyrir verslun eða panta þjónustuna hér á síðunni gjarna með upplýsingum um hurðina, etv þyngd hennar og hvort umgengni um hana sé mikil eða lítil.

Ísetning lásabúnaðar, gægjugata og hurðaöryggis

1 af 3

Neyðarþjónustan býður upp á ísetningu læsinga og skráa ásamt því að selja búnaðinn. Tökum einnig úr hurðum fyrir stafjárnum, aukalæsingum, setjum upp gægjugöt og huðrahúna - allt sem tengist læsingabúnaði hurða. Seljum einnig upp keðjur og hurðaöryggi t.d. Secure Ring. Best er að hringja í verslun og panta viðgerðamann í síma: 510-8888 og ýta á 3 fyrir verslun eða panta þjónustuna hérna á síðunni.

Uppsetning stafrænna læsinga

Aðgangsstýrikerfi
Aðgangsstýrikerfi
1 af 3

Neyðarþjónustan býður upp á uppsetningu á ýmsum gerðum stafrænna læsinga. Best er að hringja í verslun 510-8888 (velja 3) og ræða við sölumann.

Tjónaviðgerðir

Neyðarþjónustan sér um tjónaviðgerðir eftir innbrot, hvort sem rúða er brotin eða hurð/gluggi/lásabúnaður skemmdur (glerdeild/lásadeild). Góð aðstaða er á verkstæði glerdeildar Neyðarþjónustunnar til alls kyns viðgerða, en það er auðvitað mun skemmtilegra að geta lagfært eitthvað sem var fyrir í stað þess að kaupa nýtt. Oft þarf að skipta út lásabúnaði hafi hann skemmst illa í tjóninu. Hurðir skemmast til dæmis yfirleitt þegar þær eru spenntar upp eða fjúka upp, sem og læsingarbúnaður og skrá. Hurðin er þá tekin á verkstæði og lagfærð eða gert við á staðnum. Síðan skiptir Neyðarþjónustan um allan læsingarbúnað, sílindera og hurðapumpu sé þess óskað.

 

Hafið endilega samband til að heyra hvort hægt sé að aðstoða ykkur. Síminn er 510-8888 (velja 3) eða skrifið okkur línu á [email protected].

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý