Aðgangsstýring

Aðgangasstýrikerfi WAFER

1 af 6

Við getum nú boðið aðgangsstýringu á mun hagstæðara verði en áður. Sílinderar eru IP67 vottaðir og geta því með góðu móti verið utandyra. Hentar líka vel þar sem verið er að byggja eða breyta því áður en lásarnir eru forritaðir er hægt er að opna þá með hvaða WAFERLOCK korti sem er. Ástæðulaust er því að dreifa kortum á verktaka og annað starfsfólk, eða að hafa áhyggjur af því að verktakar komist um allt eftir að húsnæði hefur verið skilað. Forritun er með eindæmum auðveld, sérstaklega þegar kort týnist.

Bjóðum einnig upp á sérstakt hótelkerfi.

 

Rafrænt aðgangsstýrikerfi tryggir örugga aðgangsstýringu fyrir fjölbreyttan hóp notenda t.d. starfsfólk, gesti, undirverktaka, öryggisverði og ræstitækna. Aðgangsstýrikerfi henta afar vel þegar fyrirtæki vilja stýra aðgengi starfsfólks. Venjulegt höfuðlyklakerfi þjónar að sjálfsögðu einnig þeim tilgangi – en veitir hvorki þann möguleika að skrá ferðir né takmarka aðgang starfsfólks við ákveðinn tíma. Annar stór kostur aðgangsstýrikerfis er sá að hægt er að forrita aðgangskortin, breyta þeim og setja inn takmarkanir t.d. ef kort glatast – því þarf ekki að sækja nýja lykla í hvert sinn. Höfuðlyklakerfið virkar að sjálfsögðu áfram sem svokölluð vélræn hjáleið (e. mechanical bypass) og í mörgum tilfellum er engin þörf á að fjarlægja gömlu sílinderana úr hurðinni.

Hægt er að skoða betur hér (smella á textann).

Sendu endilega fyrirspurn á [email protected], hafðu samband hér á síðunni eða hringdu í verslun í síma 510-8888 / ýta á 3 og kannaðu hvort WAFERLOCK aðgangsstýrikerfið getur leyst þitt verkefni.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý