Aðgangsstýring

Aðgangsstýring DormaKaba

 

Neyðarþjónustan kynnir: Kaba, nú DormaKaba, sem býður upp á víðtækar lausnir fyrir hótellæsingar og aðgangsstýrikerfi, þar sem notast er við PIN númer og kortalása með öllum nauðsynlegum hugbúnaði. RFID tæknin er að sjálfssögðu ekki undanskilin (e. Radio-frequency identification). Úrvalið spannar líka lyklalaust aðgengi, gsm stýringu, aðgangsstýringu yfir internetið fyrir airbnb, leiguíbúðir, leiguherbergi og gistiheimili. DormaKaba hótel læsingakerfi, sem notuð eru um heim allan, eru hönnuð til að auka öryggi og þægindi gesta. Boðið er upp á ýmis konar útfærslur, t.d. hvað varðar stillingar á misjöfnu aðgengi starfsfólks á mismunandi svæðum og sérforritun fyrir mismunandi hótelherbergi/rými.

Hótellæsing frá DormaKaba
Hótellæsing frá DormaKaba

 

Neyðarþjónustan hefur verið umboðsaðili Kaba á Íslandi síðan 2008 en Kaba var stofnað í Zurich í Sviss árið 1862. Árið 2015 sameinuðust Kaba og Dorma, sem er vel þekkt og rótgróið þýskt fyrirtæki, undir nafni DormaKaba. Fyrirtækið á svo sannarlega erindi á íslenskan markað með sitt fjölbreytta vöruúrval vandaðra og góðra vara. Neyðarþjónustan selur og setur upp DormaKaba aðgangsstýringar ásamt hurðapumpum og vélrænum læsingum.

Ekki hika við að hafa samband við okkur í verslun í síma: 510-888 (ýta á 3), hafa samband á síðunni eða á las@las.is fyrir frekari upplýsingar. Bendum einnig á heimasíðuna: www.kabalodging.com

Herbergi opnað með snallsíma
Herbergi opnað með snallsíma

--

"Kaba offers a comprehensive range of hotel locks and locking systems, including PIN and card locks with all the necessary administration software. These include RFID applications. The range also covers keyless, internet-based access management solutions for holiday homes.

Kaba’s hotel locking systems, which are used all over the world, are designed to increase security and convenience for guests. Numerous additional smart functions are offered as options. One of these add-ons, for example, allows differentiated access authorization for employees in different areas, as well as individually programmable room settings.

With its Saflok and Ilco product brands, the company is one of North America's leading providers. While Saflok focuses mainly on mid-range and luxury hotels, Ilco occupies a strong market position in the standard and budget hotel sector."

 

Aðgangasstýrikerfi WAFER

1 af 6

Við getum nú boðið aðgangsstýringu á mun hagstæðara verði en áður. Sílinderar eru IP67 vottaðir og geta því með góðu móti verið utandyra. Hentar líka vel þar sem verið er að byggja eða breyta því áður en lásarnir eru forritaðir er hægt er að opna þá með hvaða WAFERLOCK korti sem er. Ástæðulaust er því að dreifa kortum á verktaka og annað starfsfólk, eða að hafa áhyggjur af því að verktakar komist um allt eftir að húsnæði hefur verið skilað. Forritun er með eindæmum auðveld, sérstaklega þegar kort týnist.

Bjóðum einnig upp á sérstakt hótelkerfi.

 

Rafrænt aðgangsstýrikerfi tryggir örugga aðgangsstýringu fyrir fjölbreyttan hóp notenda t.d. starfsfólk, gesti, undirverktaka, öryggisverði og ræstitækna. Aðgangsstýrikerfi henta afar vel þegar fyrirtæki vilja stýra aðgengi starfsfólks. Venjulegt höfuðlyklakerfi þjónar að sjálfsögðu einnig þeim tilgangi – en veitir hvorki þann möguleika að skrá ferðir né takmarka aðgang starfsfólks við ákveðinn tíma. Annar stór kostur aðgangsstýrikerfis er sá að hægt er að forrita aðgangskortin, breyta þeim og setja inn takmarkanir t.d. ef kort glatast – því þarf ekki að sækja nýja lykla í hvert sinn. Höfuðlyklakerfið virkar að sjálfsögðu áfram sem svokölluð vélræn hjáleið (e. mechanical bypass) og í mörgum tilfellum er engin þörf á að fjarlægja gömlu sílinderana úr hurðinni.

Hægt er að skoða betur hér (smella á textann).

Sendu endilega fyrirspurn á las@las.is, hafðu samband hér á síðunni eða hringdu í verslun í síma 510-8888 / ýta á 3 og kannaðu hvort WAFERLOCK aðgangsstýrikerfið getur leyst þitt verkefni.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skútuvogur 11
      104 Reykjavík
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   las@las.is

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 - 18:00

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla daga: 07-19 

Gallerý