Bíllyklar

Bílar algeng vandamál

 

Týndir lyklar eða bara einn til

Við getum smíðað og forritað lykla í flestar gerðir bíla, hvort sem lykill er til eða ekki. Það getur verið mjög dýrt að týna síðasta lyklinum. Oft er hægt að gera við gamlar fjarstýringar/bíllykla og yfirleitt er alltaf hægt að búa til nýjan lykil. Neyðarþjónustan getur einnig komið á staðinn svo ekki þurfi að láta draga bílinn. Hringdu í 510-8888 (ýta á 3) og athugaðu hvort við getum ekki aðstoðað þig.

 

Bilaður sílinder

Algengt er að sílinderar festist á bílum með fjarstýrðri opnun. Þetta getur orðið afar hvimleitt og í versta falli hættulegt. Hægt er að skilja bílinn eftir hjá okkur að morgni og yfirleitt hægt að ná í hann seinna sama dag með sílinderana í lagi. Verslun og verkstæði okkar er staðsett á Skemmuvegi 4, blá gata (f. neðan BYKO).

 

Bilaður sviss

Oft sjáum við bíllykla á lyklakippu með mörgum öðrum lyklum, en það hefur mjög slæm áhrif á svissinn. Kippan sveiflast til og frá, slítur svissinn og skemmir lykilinn að auki. Ef svissinn hagar sér öðruvísi en eðlilegt gæti talist þá margborgar sig að kíkja með bílinn til okkar – áður en svissinn festist alveg.

 

Læstur bíll

Algengt er að bílar læsi sér "sjálfir" á veturna – við opnum mán-föst kl 8-17, síminn er 800-6666.

 

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý