Bíllyklar

Við smíðum bíllykla

Það getur verið býsna kostnaðarsamt að týna síðasta eða eina bíllyklinum. Við hjá Neyðarþjónustunni erum þó vel í stakk búin til að gera nýja lykla í langflestar gerðir bíla. Nánast allir bílar frá árinu 1995 eru búnir ræsivörn sem virkar þannig að í lykilhausnum er lítil örflaga sem forrita þarf við tölvu bílsins til þess að hann fari í gang. Þetta hefur ekkert með fjarlæsingar að gera. Neyðarþjónustan getur einnig aðstoðað ef lyklaljós blikkar í mælaborðinu.

Misjafnt er eftir tegundum hvað gera þarf til þess að koma bílnum í gang en yfirleitt dugar að tengja hann við tölvu til þess að para saman nýja lykilinn og bílinn. Í sumum tilfellum þarf hinsvegar að taka tölvuna úr bílnum og handmata hana á upplýsingum úr lyklinum, eða úr tölvu í lykil, í þeim tilfellum er verkið eitthvað kostnaðarsamara. Í flestum tilfellum komum við á staðinn og klárum dæmið. Ferlið hefst þó alltaf á því að þú hringir í síma: 510-8888 / verslun. Þegar við höfum fengið þær upplýsingar sem við þurfum getum við betur svarað því hvað verkið kostar.

Algengt verð ef allir lyklar eru týndir (miðast við að bíll sé á höfuðborgarsvæðinu):

Verð miðast við að komið er á staðinn (á höfuðborgarsvæðinu) þegar síðasti lykillinn hefur týnst, eða skemmst, í sumum tilfellum þarf að taka tölvur úr bílum til að forrita lykil (BMW, Fiat, Toyota...), í þeim tilfellum höfum við þurft að fá bílana til okkar á dráttarbíl, nú erum við með fullbúinn bíl til að sinna þessum verkum og því færri tilfelli þar sem þess þarf, það er þó aukagjald fyrir þessa vinnu og því getur fyrsti lykillinn hæglega kostað tæplega 50þús, án fjarstýringar.

Venjulegur lykill smíðaður og forritaður, algengt verð er frá 37.000

Fjarstýringalykill smíðaður og forritaður, algengt verð er frá 49.500

Til að fá lykil að bílnum eftir að hafa týnt þeim síðasta, smellið á þennan texta.

Algengt verð fyrir aukalykil, komið á bílnum að verslun okkar á Skemmuvegi 4, blá gata (f neðan BYKO):

Venjulegur lykill er frá 11.000 til 18.500 misjafnt eftir tegundum

Fjarstýringarlykill er frá 30.950, misjafnt eftir tegundum

 

Neyðarþjónustan býr yfir stórum og fjölbreyttum lager af eftirmarkaðsbíllyklum (e. aftermarket) sem og mörgum upprunalegum lyklum - hvort sem hentar betur. Við reynum eftir fremsta megni að klára hvert verk samdægurs en þegar það er ekki hægt er miðað við næsta virka dag. Við getum heimsótt viðskiptavini á landsbyggðinni, en því fylgir þó meiri kostnaður. Í flestum tilfellum er lykillinn skorinn hjá okkur í Reykjavík og síðan sendur á þjónustuverkstæði eða umboð á landsbyggðinni sem forritar lykilinn við bílinn. Í mörgum tilfellum er einnig hægt að senda tölvuna úr bílnum og við forritum lykilinn beint við hana.

Sími: 510-8888 / verslun, netfang: [email protected] (Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það). Hafa samband hér á síðunni.

 

 • Við opnum flesta bíla, drögum lykilbrot úr sílinderum, gerum við sílindera og svissa og breytum þeim eftir lykli
 • Við getum smíðað og forritað lykla í flestar gerðir bíla, hvort sem lykill er til eða ekki
 • Við eigum á lager, sílindera og svissa í flestar gerðir bíla
 • Yfir 630 vöruflokkar, allt á góðu verði. Röðum lásunum upp fyrir lykilinn þinn
 • Mikið til af orginal lyklum með fjarstýringum, einnig fjarstýringar í ameríska bíla
 • Við sérpöntum lykla í nær alla bíla og forritum þá við sömuleiðis, hvort sem lykill er til fyrir eða ekki
 • Ef sílinderar eru ekkert notaðir t.d. ef samlæsingar eru á bílnum eða fjarlæsingar þá gróa sílinderar fastir. Þetta getum við lagað og gert þá eins og nýja. Það er ekkert gaman þegar fjarstýringin bilar eða bíllinn verður rafmagnslaus og sílindarnir fastir - við komum þessu í lag.
 • Ef sílinderar eru mikið notaðir þá slitna þeir að sjálfsögðu. Í sumum tilfellum dugar að skipta um stýriskífurnar en aðra sílindera þarf að skipta um. Við eigum þá flesta til á lager (í flestum tilfellum mun ódýrari en hjá umboðunum) og getum þá breytt þeim svo lykillinn þinn passi. Komdu bara með bílinn til okkar á milli klukkan 8 og 11, við metum hvað er ódýrast eða hentugast, vinnum verkið og þú færð hann aftur sama dag.
 • Bílaopnanir, alhliða lásaviðgerðir, breyting á sílinder eða sviss og margt fleira

 

Ef svissinn í bílnum er farinn að haga sér einkennilega borgar sig að koma með bílinn STRAX og spara þannig mikinn pening, því þegar svissinn bilar alveg þarf að borga kranabíl og nýjan sviss og verkið verður mun kostnaðarsamara. Hafðu þó í huga að oft er það lykilinn sem er vandamálið - við sjáum það fljótt - komdu við.
 
 •   NÞ verslun og verkstæði
 •   Skemmuvegur 4, blá gata
    200 Kópavogur
 •   510-8888
 •   661107-1110
 •   vsk nr.96883
 •   [email protected]

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý