Glugga- og hurðaöryggi

Innbrotavörn

1 af 3

Algengt er að fólk láti setja plötu á hurðina sem innbrotavörn, til að minnka líkur á að hurð geti verið spennt upp með t.d. kúbeini. Þá er platan oftast sett utan um sneril og læsingu og nær út fyrir hurðakarminn (sjá mynd til hliðar). 

 

Ef hurðin opnast inn býður Neyðarþjónustan einnig upp á ílöng járn upp með allri hurðinni sem auka öryggi (sjá mynd).

 

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef betri upplýsinga er óskað 510-8888 (ýta á 3) eða panta þjónustuna hér á síðunni.

Óheimil innganga - plastskilti

Hjá Neyðarþjónustunni er hægt að kaupa sérstakt plastskilti til innsiglunar, sem ætlað er til notkunar á eignum þar sem innganga er óheimil. Plastskiltið er fest aftan við rósettu og á bak við er límmiði þar sem stendur: Lásasmiði er óheimilt að opna þessa hurð nema af gefnu sambandi við viðkomandi símanúmer. Plastskiltin er hægt að kaupa bæði í verslun Neyðarþjónustunnar og lásabíl.

Gluggajárn

Við vorum að fá þessi stórsniðugu gluggajárn sem henta sérstaklega vel á jarðhæð þar sem glugginn opnast vel. Járnin hindra að börn geti opnað gluggann og dottið út, og innbrotsþjófar geta ekki opnað gluggann utan frá. Það er því hægt að hafa rifu á glugganum og lofta út, án þess að eiga það á hættu að fá óboðna gesti.

Við mælum þó að sjálfsögðu með því að þú lokir bæði hurðum og gluggum þegar þú ferð út. Ef gluggajárn eru sett upp í opinberum byggingum er mikilvægt virða leiðbeiningar um flóttaleiðir frá Brunaeftirlitinu.

 

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý