Lyklakippur

Lyklakippur

Oft þarf að hengja nokkra lykla saman á lyklakippuhring, stundum þarf að merkja kippuna eða stakan lykil og það getur verið skemmtilegt að hafa fallega lyklakippu á hringnum. Hverjar sem þínar þarfir eru þá eigum við örugglega eitthvað handa þér.

Hringir, lítil og stór spjöld, tegundamerktar bílakippur, ýmislegt sniðugt fyrir börnin og margt fleira. Einnig erum við með úrval af lyklakippum fyrir fyrirtæki sem þurfa merkja hverja kippu (plastspjöld). Hafið endilega samband hér á síðunni ef óskað er eftir pöntun í stærra lagi t.d. bílasölur eða bílaleigur.

Neyðarþjónustan býður einnig til sölu sterkar lyklakippur úr koltrefjum, eins konar lyklaskipuleggjara, frá CarboCage. Stórsniðug lausn fyrir þá sem eru með marga húslykla á kippunni. Fellur vel í hendi, passar vel í vasann og lyklarnir gera síður gat á vasa.


 

Flestir bílar sem hafa Start/Stop takka, þar sem notandi getur verið með lykilinn í vasanum, eða veskinu, bjóða því miður upp á auðveldan þjófnað fyrir aðila með réttan útbúnað -sem virðist vera kominn í notkun hérna á Fróni.

Þetta lyklaveski stoppar sendingar frá þessum lyklum og því nauðsyn að geyma lyklana í svona þegar bílnum er lagt, hvort sem er heima eða í verslunarleiðangri.

 

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý