Skrár og læsingar

Sílinderar

ESLA skandinavískur ávall
ESLA skandinavískur ávall
1 af 3

DormaKaba, MU, ASSA, ESLA, LOCXIS, BIRD, UNION, Trio Ving, RUKO ofl. ofl.

 

Mikið úrval af læsingum og tengdum vörum. Mikilvægt er að þessi búnaður sé í lagi. Kannaðu það reglulega ok ekki hika við að spyrja okkur um ráð. Seljum læsinga í tjaldvagna og húsbíla. Erum einnig með læsingar til að loka glerhurðum og mikið úrval af prófílsílenderum.

Komdu með bilaða lásinn eða mældu lásinn fyrir okkur. Mældu frá miðjum lás, út að enda sitthvoru megin, til að vita rétta lengd á honum. Einnig hægt að senda tölvupóst á [email protected] með mynd og málum og við reynum að finna lausn fyrir þig.

Erum með töluvert úrval af öryggissílinderum/öryggislæsingum, en um er að ræða bor- og pikkfría sílindera (þá er ekki hægt að pikka eða bora lásinn). Með þeim fást sérstök öryggiskort sem heimila einungis skráðum handhafa kortsins að fá aukalykil endilega heyrðu í okkur fyrir frekari upplýsingar eða stærri pöntun í síma 510-8888 (ýta á 3). Einnig hægt að panta hér á síðunni.

Viðgerðir eða ný uppröðun

Ekki þarf í öllum tilfellum að kaupa nýtt lásahús eða nýjan sílinder því gera má við eða endurnýja flestar gerðir læsinga. Sama á við um bílalæsingar. Gott er að skrúfa búnaðinn einfaldlega úr hurðinni og koma með í verslun okkar að Skemmuvegi 4, blá gata (f neðan BYKO), til að meta hvort búnaður sé ónýtur eða hægt sé að laga hann (bilaður lás, bilaður sílinder, slitinn lás, slitinn sílinder, ónýtur lás eða ónýtur sílinder). 

Einnig býðst viðskiptavinum Neyðarþjónustunnar að láta breyta núverandi sílinderum fyrir nýja lykla. Þetta er í mörgum tilfellum hagstæðara en að kaupa nýja sílindera, og jafnframt umhverfisvænna. Þá eru sílinderar skrúfaðir úr og komið með þá í verslun, og helst alla lykla líka. Þetta er gott að gera þegar um nýlegan lás er að ræða og grunur leikur á að lyklar séu komnir í hendur óviðkomandi. Ef læsinginn/lásinn/sílinderinn er gamall og jafnvel slitinn borgar sig að koma við á Skemmuveginum og kaupa nýjan og fá nýja lykla með. Læsingar í fjölbýli endast yfirleitt ekki lengur en 15 ár. Lásabíllinn er líka á ferðinni og hægt að hringja í 800-6666 og biðja starfmann að setja nýja læsingu í.

Skrár og járn

Innbrotajárn
Innbrotajárn
1 af 12

Mikilvægt er að velja réttar skrár og járn á móti. Allt of algengt er að röng járn séu notuð og þá missir skráin öryggisgildi sitt (t.d. þegar miðjukólfi skránnar er haldið föstum inni).

Hér til hliðar eru nokkur dæmi um úrvalið hjá Neyðarþjónustunni, en viðgerðarbíllinn býr einnig yfir ágætisúrvali og hægt er að panta hann heim að dyrum til uppsetningar á búnaði. Síminn er 800-6666 / lásasmiður. Neyðarþjónustan selur einnig sérstök járn sem gera innbrotsþjófum erfiðara um vik að spenna hurðina upp (sjá myndir hér til hliðar).

 

DormaKABA

Neyðarþjónustan býður læsingar, sílindera, aðgangsstýrikerfi og hurðapumpur, ásamt fleiri vörum frá fyrirækinu DormaKaba (hluti þess var áður austurríska Kaba og Møller Undall (MU) í Noregi). Vörurnar eru ryðfríar á nauðsynlegum stöðum, sílinderarnir eru þýðir og með svokallaða sveppapinna sem erfiðara er að dýrka en hefðbundna pinna.

Verðið hjá okkur kemur á óvart, bæði í heildsölu og smásölu. Sílinderar fást ávalir (eins og hefðbundnir ASSA), prófílsílindrar og hágæðaöryggissílinderar (GEGE).

Við vinnum með öryggismál fyrirtækja og heimila á degi hverjum. Reynsla okkar af vörum frá DormaKaba er mjög góð og ljóst er að þessar vörur eru komnar til að vera á íslenskum markaði, enda um vandaða vöru að ræða. Hafðu samband við okkur 510-8888 (velja 3) til að fá nánari upplýsingar eða líttu við í verslun okkar að Skútuvogi 11 eða hafðu samband hér á síðunni ef um stærri pöntun er að ræða.ESLA

1 af 3

ESLA er vörulína frá Englandi, öryggissílinderar á góðu verði. Hægt er að hafa sama lykilinn að smekklás, ávölum sílinder, prófílsílinder og hengilás. Neyðarþjónustan hefur boðið upp á ESLA vörur síðan byrjun árs 2015 og erum við afar ánægð með viðbrögðin. ESLA vörur eru einnig á hagstæðu verði.

Hafðu samband við okkur 510-8888 (velja 3) til að fá nánari upplýsingar eða líttu við í verslun okkar að Skútuvogi 11 eða hafðu samband hér á síðunni ef um stærri pöntun er að ræða.

Neyðarþjónustan kynnti ESLA línuna fyrir landanum í byrjun árs 2015 en þeir hafa reynst mjög vel. Vörulína ESLA inniheldur úrval öryggissílindra sem eru hannaðir sérstaklega með öryggis- og fagurfræðileg sjónarmið í huga en einnig kostnaður og úrval. ESLA NG eru 6-pinna öryggissílindrar, hannaðir til að standast, eða fara yfir "Grade 3" öryggisstig BS EN1303 CEN standard, ásamt því að standast hæsta endingarstig "Grade 6".

 

Línan inniheldur 6-pinna öryggissílindrar í prófíl-, ávaprófíl-, smekklás-, gengju-, skandinavíska- og hengilásaútgáfum. Möguleikar á að hafa alla lykla mismunandi, sama lykil eða masterkefir (minniháttar). Króm/stál eða gylltir. 

 

Sílindrar fyrir skandinavíska lása, prófílsílindrar í miklu úrvali, smekklásasílindrar og fleiri gerðir, allt fyrir sömu gerð lykils. Samröðun fyrir hengilása, fáanlegt í sölupakkningum.

 

Ef láshúsið er ekki staðsett í miðju hurðar (prófílsílindrar) þarf að velja sílinder sem er misslangur sitt hvoru megin við miðju. Það þarf einfaldlega að mæla frá miðju láshúsi út á enda hurðar sitt hvoru megin og bæta við þykkt á þeim búnaði sem sílindereinn þarf að ná í gegnum, báðum megin, og velja svo þann sílinder sem kemst næst þeim málum. Hægt að skipta út tvöföldum prófílsílinder fyrir sílinder með snerli. 

 

Sílindrarnir eru fáanlegir hlutasamsettir til að auðvelda samröðun fyrir lykla.


Það er hægt að raða þessum sílinderum í einfalt masterkerfi.

 

Ekki hika við að hafa samband og heyra meira 510-8888 (velja 3) eða senda póst á [email protected]

 

 

Locxis öryggislásar

LocXis öryggislásar eru nú fáanlegir bæði verslun Neyðarþjónustunnar og lásabíl/viðgerðarbíl. Þessir lyklar og lásar eru með einkaleyfi og í sérflokki í heimi öryggislæsinga. Staðalbúnaður þeirra er borvörn (e. anti-pick) og s.k. snap protection (brotlína aftar). Læsingarnar henta bæði einstaklingum og fyrirtækjum. LocXis lásarnir hafa verið prófaðir og staðist gullprófanir í Bretlandi (Sold SEcure Gold tested) og með CEN 1303 gæðastimpil fyrir öryggi.

Hér er hlekkur á myndband hvernig LocXis læsingarnar eru hugsaðar: LOCXIS

Hafðu samband við okkur í síma 510-8888 (velja 3) til að fá nánari upplýsingar eða líttu við í verslun okkar að Skútuvogi 11 eða hafðu samband hér á síðunni ef um stærri pöntun er að ræða.

Gámalásar

Bulldog gámalásinn
Bulldog gámalásinn
1 af 2

Bulldog gámalásinn er vinsælasti gámalásinn okkar og hentar vel til fyrir gáma sem eru á leigu eða í láni. Hér til hliðar má sjá myndir af honum - líka úti á mörkinni. Honum er skellt utan um járnstangirnar sem loka gámnum.

Danski gámalásinn hentar fyrir ykkur sem eigið gám enda er hann varanlegur (boltast á hurðina), hann verður fáanlegur sem sérpöntun til að byrja með. Hann uppfyllir strangar gæðakröfur. 

Bílskúrslæsing

Hjá Neyðarþjónustunni fást læsingar á bílskúrshurðar eins og sjá má á myndunum til hliðar. Þá er hægt að toga í spotta og opna hurðina þó það sé t.d. rafmagnslaust eða ef bílskúrshurðafjarstýringin er batteríslaus. Í tilfelli starfsmanns þar sem lykillinn týndist þurfti að skipta um fyrir skemmstu - myndirnar tala sínu máli. Endilega hafið samband ef frekari upplýsinga er óskað í síma 510-8888 (ýta á 3), senda tölvupóst á [email protected] eða hafa samband hér á síðunni.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý