Bulldog gámalásinn er vinsælasti gámalásinn okkar og hentar vel til fyrir gáma sem eru á leigu eða í láni. Hér til hliðar má sjá myndir af honum - líka úti á mörkinni. Honum er skellt utan um járnstangirnar sem loka gámnum.
Danski gámalásinn hentar fyrir ykkur sem eigið gám enda er hann varanlegur (boltast á hurðina), hann verður fáanlegur sem sérpöntun til að byrja með. Hann uppfyllir strangar gæðakröfur.