Skrár og læsingar

Viðgerðir eða ný uppröðun

Ekki þarf í öllum tilfellum að kaupa nýtt lásahús eða nýjan sílinder því gera má við eða endurnýja flestar gerðir læsinga. Sama á við um bílalæsingar. Gott er að skrúfa búnaðinn einfaldlega úr hurðinni og koma með í verslun okkar að Skemmuvegi 4, blá gata (f neðan BYKO), til að meta hvort búnaður sé ónýtur eða hægt sé að laga hann (bilaður lás, bilaður sílinder, slitinn lás, slitinn sílinder, ónýtur lás eða ónýtur sílinder). 

Einnig býðst viðskiptavinum Neyðarþjónustunnar að láta breyta núverandi sílinderum fyrir nýja lykla. Þetta er í mörgum tilfellum hagstæðara en að kaupa nýja sílindera, og jafnframt umhverfisvænna. Þá eru sílinderar skrúfaðir úr og komið með þá í verslun, og helst alla lykla líka. Þetta er gott að gera þegar um nýlegan lás er að ræða og grunur leikur á að lyklar séu komnir í hendur óviðkomandi. Ef læsinginn/lásinn/sílinderinn er gamall og jafnvel slitinn borgar sig að koma við á Skemmuveginum og kaupa nýjan og fá nýja lykla með. Læsingar í fjölbýli endast yfirleitt ekki lengur en 15 ár. Lásabíllinn er líka á ferðinni og hægt að hringja í 800-6666 og biðja starfmann að setja nýja læsingu í.

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý