Takkalásar

Lyklalaust aðgengi

Yale Doorman takkalás og handfang auðvelt í uppsetningu
Yale Doorman takkalás og handfang auðvelt í uppsetningu
1 af 2

Neyðarþjónustan - lásasmiður býður upp á ýmsar lausnir fyrir lyklalaust aðgengi. Aðgangsstýrikerfi má finna hér, en þau eru mjög hentug ef um margar hurðir er að ræða. Einnig er í boði lausnir eins og þessar frá Yale eða Burg Wachter. Upplýsingar má finna neðar á síðunni.

Lyklalaust aðgengi (takkalás) hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarið og margir sem velja þá lausn fram yfir lykla. Einstaklega þægilegt fyrir hina ýmsu aðila sem gætu þurft að líta eftir heimili þínu; afi og amma, heimilishjálp og fleiri. Auðvelt er að skipta um númer. 

 

Hafðu endilega samband í síma 510-8888 (velja 3) eða hér á síðunni óskir þú eftir frekari upplýsingum.

 

 

Burg Wachter

Hér er um að ræða þýska gæðavöru þar sem notast er við fingrafaraskanna og takkalás til að opna húsnæðið. Vinsælt í Evrópu og einfalt í notkun.

 

Þessi vara er á lager í tveimur útfærslum:

TSE Home sem er takkaborð og sílinder sem má bara vera innandyra.

TSE Business sem er takkaborð og sílinder sem hægt er að fá með fjarstýringu. Þessi búnaður má vera utandyra.

 

Þar sem þessi vara er aðeins til sem prófílsílinder þá eigum við til lásahús sem breyta hurðinni þinni úr því að vera fyrir venjulegan ávalan sílinder í það að geta tekið við þessum. Engar breytingar á hurð eru nauðsynlegar.

 

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum eða jafnvel pöntun á uppsetningu má hafa samband hér á síðunni eða hringja í 510-8888 (velja 3)

 

Yale Doorman

Einstaklega falleg lausn fyrir skandinavískar hurðir. Ekki þarf að fræsa úr hurð fyrir þessum takkalás frá Yale. Hann gefur frá sér ljós og hljóðmerki þegar rafhlöðurnar eiga lítið eftir. Auðvelt er að skipta um kóða.

Hér er notendahandbók fyrir Yale Doorman og hér er uppsetningarbæklingurinn. Hægt er að panta uppsetningu hjá Neyðarþjónustunni og fá ráðgjöf í síma: 510-8888, ýta á 2, eða í verslun.

Yale Doorman passar í staðinn fyrir ASSA láshús og kemur með öryggisslúttjárni sem fer í karm. Læsingin gengur fyrir rafhlöðum.

 

Ýmsir kostir:

*opnast með lykilkorti, kóða eða lykilkorti og kóða

*hægt að stilla sjálfvirka læsingu (læsir sjálfkrafa þegar hurð er lokað), hægt að stilla þannig að ekki sé hægt að komast út (ef þjófur reynir að komast út með ránsfeng úr húsi)

*lásinn býður upp á ensku, sænsku, norsku og dönsku

*Hávært hljóðmerki ef einhver reynir að komast inn án heimildar

 

  •   NÞ verslun og verkstæði
  •   Skemmuvegur 4, blá gata
      200 Kópavogur
  •   510-8888
  •   661107-1110
  •   vsk nr.96883
  •   [email protected]

Opnunartímar

Opnunartími verslun/verkstæði: Virkir dagar: 08:00 - 17:00

Opnunartími skrifstofu: Virkir dagar: 10-14

Laugardagar: Lokað

Sunnudagar: Lokað

Útkallsþjónusta lásasmiðs alla virka daga: 08-17 

Gallerý